Baðherbergið | Veitur

Baðherbergið

Til að fylla baðkar þarf u.þ.b. 100 lítra af hitaveituvatni og 100 lítra af köldu vatni. í Reykjavík kosta 100 lítrar af hitaveituvatni u.þ.b. 14 krónur. Það er u.þ.b. helmingi ódýrara að fara í góða sturtu.

Stundum er bent á að heita vatnið nýtist mun betur ef við förum í sturtu í stað þess að fylla baðkarið. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að munurinn er a.m.t. 30 lítrar af hitaveituvatni eða 3-4 krónur í hvert skipti.

Að fara í bað er því ódýr lúxus sem óhætt er að mæla með!

Hollráð

Kostnaður við að reka heitan pott hitaðan með rafmagni er u.þ.b. fimm sinnum meiri en ef notað er hitaveituvatn