Vinna ekki hafin

Lokun Laugavegs á milli Snorrabrautar og Barónsstígs þri. 23. október kl. 00:01 - fim. 25. október kl. 23:59

18. október 2018 - 14:28

Vegna stækkunar á lögnum fyrir nýbyggingar þurfum við að leggja lagnir þvert yfir Laugaveg til móts við hús númer 95. Vegna þessa er óhjákvæmilegt annað en að loka götunni á milli Snorrabrautar og Barónsstígs (sjá kort) fyrir akandi umferð dagana 23.-25. október.

Bílastæðahús í portinu á bak við Laugaveg 84-98 verður lokað þessa daga. Hjáleið um Hverfisgötu og Barónsstíg verður vel merkt. Opið verður fyrir gangandi umferð um Laugaveg.

Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og ýmsu öðru raski sem fylgir framkvæmdum sem þessum.

Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu:

Vinnu lokið

Heitavatnslaust í hluta Hólahverfis fim. 18. október kl. 09:00-18:30

17. október 2018 - 15:18

Vegna bilunar verður heitavatnslaust í hluta Hólahverfis  fim. 18. október kl. 09:00-17:00. Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Uppfært klukkan 16:42 - nú er byrjað að hleypa vatni aftur á lagnirnar og er búist við að það verði kominn fullur þrýstingur aftur hjá öllum um klukkan 18:00.

Vinnu lokið

Truflun á heitu vatni í Ásahreppi og Rangárþingi Ytra mið. 17. október kl. 13:00-15:00

17. október 2018 - 11:53

Vegna viðgerðar má búast við truflun á heitu vatni við Ásveg í Ásahreppi og Rangárþingi Ytra mið. 17. október kl. 13:00-15:00. Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Kaldavatnslaust í Sæviðarsundi mið. 17. október kl. 10:45-13:30

17. október 2018 - 11:05

Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Sæviðarsundi 84-106 og 37-63  mið. 17. október kl. 10:45-13:30. Sjá nánar á korti .

Viðgerð stendur yfir.

Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Uppfært kl.11:49 - nú ætti kalda vatnið að vera komið á hjá öllum nema hús númer 88 og 90 en viðgerð stendur enn yfir þar.

Vinnu lokið

Kaldavatnslaust á Álftanesi. mið. 17. október kl. 09:00-12:00

17. október 2018 - 10:39

Vegna bilunar er kaldavatnslaust á Álftanesi, sunnan golfvallar  mið. 17. október kl. 09:00-12:00. 

Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Heitavatnslaust í Kjalaravogi og Brúarvogi mið. 17. október kl. 13:00-17:00

17. október 2018 - 10:05

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Kjalarvogi 1,5,12,14,16,17 og 19 og Brúarvogi 11 mið. 17. október kl. 13:00-17:00. Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Heitavatnslaust í Norðurárdal á Vesturlandi þri. 16. október kl. 13:00-16:30

16. október 2018 - 12:48

Vegna rafmagnsleysis hjá Rarik er heitavatnslaust í dreifbýli og sumarhúsum í Norðurárdal á Vesturlandi, einnig gætu einhverjir orðið varir við minni þrýsting.  þri. 16. október kl. 13:00-16:30.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Rafmagnslaust í Marklandi 6 og 4 þri. 16. október kl. 10:20-11:30

16. október 2018 - 10:37

Vegna viðgerðar er rafmagnslaust í Marklandi 6 og 4 þri. 16. október kl. 10:20-11:30. Sjá nánar á korti 

Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.