Bilanir & viðgerðir | Veitur

Vinnu lokið

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar mán. 22. janúar kl. 12:35

22. janúar 2018 - 12:37

UPPFÆRT KL.14.00: Allt rafmagn komið á og viðgerð lokið. 

 

UPPFÆRT kl.13.41: Mest allt rafmagn komið á nema á Langholtsvegi og Sigluvogi og nágrenni.

 

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Laugardal  í póstnúmeri 104 mán. 22. janúar kl. 12:35. Unnið er að viðgerð.

Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.

Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Kaldavatnslaust í Borgartúni 1 og Guðrúnartún 4 þri. 16. janúar kl. 10:00-16:00

16. janúar 2018 - 09:08

Vegna bilunar er kaldavatnslaust í Borgartúni 1 og Guðrúnartún 4  þri. 16. janúar kl. 10:00-16:00. Sjá nánar á korti

Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík

15. janúar 2018 - 19:59

UPPFÆRT

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Til að gæta ítrustu varkárni mælir það þó með að íbúar ákveðinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.

Af varúðarástæðum er mælt með að íbúar eftirtalinna hverfa sjóði neysluvatn ef neytendur eru viðkvæmir: Ártúnshöfði, Bryggjuhverfi, Grafarvogur utan Húsahverfis, Háaleiti og Bústaðir, Hlíðar, Kjalarnes, Laugardalur, Miðborg, Seltjarnarnes og Vesturbær.

Þau hverfi sem fá vatn frá Vatnsendakrika og þurfa ekki að gera neinar ráðstafanir eru: Árbær, Ártúnsholt, Breiðholt, Grafarholt, Hálsahverfi að frátöldum Grjóthálsi og Hesthálsi, Húsahverfi í Grafarvogi, Norðlingaholt, Selás, Mosfellsbær og Úlfarsárdalur

--------------------------------------------

UPPFÆRT

Í upplýsingum frá Veitum fyrr í kvöld urðu þau mistök að listi yfir hverfi sem fá vatn úr þeim hluta veitukerfisins þar sem mældist aukinn fjöldi jarðvegsgerla var ekki kórréttur. Hér er réttur listi: Öll hverfi Reykjavíkur vestan Elliðaáa auk Bryggjuhverfis, Grafarvogs utan Húsahverfis, Ártúnshöfða, Kjalarnes sem og Seltjarnarnes.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur gefið út að engin hætta sé á ferðum. Þó er áfram, af varúðarástæðum, mælt með að íbúar ofantalinna hverfa sjóði vatn ef neytendur eru viðkvæmir.

-------------------

Mælst hefur fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu Í Reykjavík. Tvö sýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók 12. janúar stóðust ekki viðmið í reglugerð.

Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma.  

Spurt & svarað um neysluvatn.

Vinnu lokið

Heitavatnslaust í Víðigrund 21-35.

15. janúar 2018 - 14:01

Uppfært 16:10: Viðgerð er nú lokið og búið að hleypa á heitu vatni og ættu þvi notendur að fá fullan þrýsting innan við stuttan tíma.

Vegna viðgerðar er  heitavatnslaust í Víðigrund 21-35.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Rafmagnslaust á Lindarbraut, Nesbala, Neströð, Sævargörðum og Sefgörðum. þri. 16. janúar kl. 08:30-19:00

15. janúar 2018 - 09:53

UPPFÆRT KL 17.51.
Viðgerð lokið, rafmagn komið á aftur.

 

UPPFÆRT KL.17.45:
Vegna bilunar í spennustöð þegar reynt var að hleypa á er ekki komið rafmagn. Unnið er að viðgerð. 

 

Uppfært:
Vinna tefst. stefnt á að rafmagn komi á kl.17.20

 

Vegna vinnu verður rafmagnslaust á stórum hluta Lindarbrautar, í Nesbala, á Neströð, í Sævargörðum og Sefgörðum þri. 16. janúar kl. 08:30-17:00. Sjá nánar á korti 

Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Kaldavatnslaust í Þykkvabæ í Árbæ

12. janúar 2018 - 12:05

Vegna bilunar er kaldavatnslaust Þykkvabæ í Árbæ.

Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Mosfellsdal fim. 11. janúar kl. 15:20

11. janúar 2018 - 15:24

16:05 Skálfellslína er aftur farin út.

15:27 Línan komin inn og allir komnir með rafmagn.

Rafmagnslaust er vegna háspennubilunar í Mosfellsdal  fim. 11. janúar kl. 15:20. Unnið er að viðgerð.

Vonast er til að rafmagn verði aftur komið á innan stundar.

Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Vinnu lokið

Heitavatnslaust í Hveragerði fim. 11. janúar kl. 09:50-17:00

11. janúar 2018 - 09:51

Vegna bilunar verður heitavatnslaust í Hveragerði í 20 mín hjá hverjum notenda á tímabilinu frá kl 09.00 til 17:00 í dag fim. 11. janúar kl. 09:50-17:00. 

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Hollráð

Látum fagmann stilla hitakerfið