Heitavatnslaust í Leiðhömrum og Neshömrum

27. júní 2016 - 14:54

Vegna bilunar er heitavatnslaust í Leiðhömrum og Neshömrum í dag frá klukkan 14:30 til klukkan 17:00. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Unnið er að viðgerð á kaldavatnsæð á Hringbraut í Reykjavík.

24. júní 2016 - 16:28

Aftur er bilun á kaldavatnsæð á Hringbraut í Reykjavík. Unnið er að viðgerð en bilunin hefur líklegast í för með sér kaldavatnsleysi á Hofsvallagötu, Furumel, Ljósvallagötu, Suðurgötu, Brynjólfsgötu, og jafnvel fleiri götum.

Íbúar í götum þar sem kaldavatnslaust er gæti sín á heita vatninu.

Veitur biðjast afsökunar á óþægindum er skapast kunna á meðan á viðgerð stendur. Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Kaldavatnslaust er í hluta Keilufells

24. júní 2016 - 14:17

Vegna viðgerðar er kaldavatnslaust í hluta Keilufells

Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín. Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Heitavatnslaust er í Úthlíð vegna bilunar

24. júní 2016 - 11:29

Vegna viðgerðar er heitavatnslaust í Úthlíð. Unnið er að viðgerð.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Heitavatnslaust er í Breiðvangi Hafnafirði vegna viðgerðar

24. júní 2016 - 08:04

Vegna bilunar er heitavatnslaust í Breiðvangi Hafnafirði.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Bilun á kaldavatnsæð á Hringbraut í Reykjavík, uppfært kl. 21:45

23. júní 2016 - 17:56

Uppfært kl. 21:45

Bilunin á vatnsæðinni er fundin og viðgerð hafin. Gera má ráð fyrir að allir notendur verði komnir með kalt vatn að nýju um miðnættið. 

Upprunaleg frétt:

Unnið er að viðgerð á kaldavatnsæð á Hringbraut í Reykjavík. Vart verður við kaldavatnsleysi á Hofsvallagötu, Furumel, Ljósvallagötu, Suðurgötu, Brynjólfsgötu, og hluta af Hringbraut, þar með Háskóli Íslands og Bókhlaðan. Uppfærum um leið og vitað er meir.

Heitavatnslaust Birkihvammi 1-8 og Hringbraut 65-67 Hafnarfirði.

23. júní 2016 - 09:19

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í Birkihvammi 1-8 og Hringbraut 65-67 frá klukkan 9:00 til klukkan 14:00. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Rafmagnslaust er Breiðholti

16. júní 2016 - 23:10

Vegna bilunar er rafmagnslaust í Breiðholti. Áætlaður viðgerðatími er 1 klukkustund Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.