Heitavatnslaust á Álftanesi og Prýðishverfi, föstudaginn 31. mars, kl. 09:00-17:00

30. mars 2017 - 16:27

Vegna bilunar á stofnæð verður heitavatnslaust á Álftanesi og Prýðishverfi, föstudaginn 31. mars kl. 09:00-17:00. Sjá nánar á korti  

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Rafmagnslaust er Gvendargeisla 118 til 166

30. mars 2017 - 12:59

Vegna viðgerðar verður rafmagnslaust í Gvendargeisla 118 til 166 frá klukkan 13:00 til klukkan 16:00. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

BILUN Í SÍMKERFI OR FYRIRTÆKJANNA

30. mars 2017 - 08:37

Vegna bilunar hjá Vodafone eftir uppfærslu í nótt er símkerfi OR, Veitna, ON og GR bilað, þannig að hægt er að hringja út úr fyrirtækinu og inn, nema að sá sem hringir inn heyrir ekkert í starfsmanni OR samstæðunnar. Unnið er að viðgerð.

Heitavatnslaust í Efra Breiðholti á í dag, miðvikudaginn 29. mars, kl. 08:30-19:00

28. mars 2017 - 15:36

Í dag, miðvikudaginn 29. mars, kl. 08:30-19:00 verður lokað fyrir heita vatnið í Efra Breiðholti (Fell, Berg og Hólar). Ástæðan er viðgerð á stofnlögn hitaveitu sem fæðir Efra Breiðholt. Gat er á lögninni en vatn úr henni flæðir í nærliggjandi brunn svo engin hætta stafar af hitaveituvatninu. Íbúum í hverfinu og starfsfólki fyrirtækja er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Rafmagnslaust verður á hluta Laugavegs, Hverfisgötu og Skólavörðustígs kl. 07:00-12:00 þriðjudaginn 28. mars.

27. mars 2017 - 11:51

Vegna endurnýjunar verður rafmagnslaust á hluta Laugavegs, Hverfisgötu og Skólavörðustígs frá klukkan 07:00 til klukkan 12:00 þriðjudaginn 28 mars. Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp. Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Kaldavatnslaust á hluta Grettisgötu og Vegamótastígs kl. 9:30-12:00 föstudaginn 24. mars

24. mars 2017 - 09:44

Vegna viðgerðar verður kaldavatnslaust á hluta Grettisgötu og Vegamótastíg frá klukkan 9:30 til klukkan 12:00

Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum. Ef þú þarft að sturta niður úr salerninu geturðu notað til þess heita vatnið. Gættu þess þó að það sé ekki alveg sjóðheitt því það getur sprengt postulín.

Þurfirðu neysluvatn meðan á kaldavatnsleysinu stendur, geturðu notað vatn úr heita krananum og kælt það. Brennisteinninn í vatninu getur valdið sumum óþægindum en er skaðlaus.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Heitavatnslaust verður í hluta Seljahverfis fimmtudaginn 23. mars kl. 09:00-15:00

22. mars 2017 - 14:37

Heitavatnslaust verður í hluta Seljahverfis fimmtudaginn 23. mars kl. 09:00-15:00.

Sjá nánar á korti.

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Rafmagnslaust er á Vatnsmýrarvegi og Hlíðarenda og þar í kring

21. mars 2017 - 10:53

Vegna bilunar er rafmagnslaust í kring um Hlíðarenda, þ.e. Vatnsmýrarveg og Hringbraut. Unnið er að viðgerð.

Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.

Gættu þess að hafa kæli- og frystiskápa ekki opna lengur en þörf krefur.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.