Dreifikerfi hitaveitunnar

Vatni er dælt úr borholum í dælustöð og þaðan ýmist beint til notenda eða í heitavatnstanka. Úr heitavatnstönkum rennur vatn til notenda og í sumum tilfellum er því dælt til notenda. Frá notendum rennur bakvatn til baka í dælustöð þar sem því er blandað í heitara vatn til að kæla það. Vatn frá dælustöð er ekki heitara en 80°C en vatn úr borholum og jarðhitavirkjunum er oft heitara.