Dreifikerfi rafveitunnar | Veitur

Dreifikerfi rafveitunnar

Dreifikerfi Veitna tengist flutningskerfi Landsnets á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, tengivirkjunum við Korpu, á Geithálsi og í Hnoðraholti. Þaðan er rafmagnið flutt eftir háspennustrengjum til tíu aðveitustöðva víðsvegar um svæðið. Frá aðveitustöðvunum kvíslast kerfið til um þúsund dreifistöðva (spennistöðva) og frá þeim er rafmagninu veitt í götuskápa, sem flestir kannast við í götunni sinni. Frá götuskápum liggja svokallaðar heimtaugar til notenda.

 

Hollráð

Göngum vel um vatnsverndarsvæði - þar liggja mikil verðmæti