Eldhúsið

Eldhúsið er að öllu jöfnu sá staður heimilisins þar sem mest orka er notuð. Flest eldhústæki eru rafknúin en þó eru nokkrir sem nota gaseldavélar. Við mælum hins vegar frekar með span helluborðum sem nýta orkuna vel og hitna hratt. Að mörgu má hyggja til að tryggja hagkvæma orkunýtingu í eldhúsinu. Hér eru nokkur ráð:

 • Látum frosin matvæli þiðna í kæliskápnum.
 • Nauðsynlegt er að góð loftræsting sé á bak við kæliskápa.
 • Yfirfyllum ekki kæliskápa - hæfilega fullur ísskápur nýtir orkuna betur.
 • Gætum þess að hurðir á kæliskápum séu þéttar.
 • Skolum matarleifar og notum styttra þvottakerfi eða lægri hita við notkun uppþvottavéla.
 • Sjóðum ekki allt of mikið vatn fyrir kaffibollann eða teið.
 • Hellum upp á kaffi í kaffivél en ekki upp á gamla mátann.
 • Umhellum nýlöguðu kaffi á hitakönnur.
 • Notum potta og pönnur með sléttum botni.
 • Verum með rétta stærð á pottum og pönnum miðað við stærð hellu.
 • Eldum með lok á pottum, annars þarf þrefalt meiri orku.
 • Höfum ekki of mikið vatn í pottinum við suðu, oft er nóg að hafa 2 cm vatnshæð.
 • Það má slökkva á eldavélum nokkrum mínútum áður en maturinn er tilbúinn.
 • Grillið í ofninum krefst mun meiri orku en þegar steikt er á pönnu.

Hve mikið rafmagn notar ísskápurinn minn?

Gott ráð til að mæla orkunotkun ísskáps og frystikistu.

Til þess að mæla notkun ísskáps og frystikistu mælum við með að lesa af rafmagnsmæli áður en farið er að sofa, því þá eru engin önnur tæki í gangi, og svo aftur að morgni.

Notkunin er svo reiknuð út svona:

Notkun á sólahring = ((álestur að morgni-álestur kvöldi áður) / (tímanum milli álestra í klukkustundum)) * 24 klukkustundir.