Breyting á afsláttarkjörum í verðskrá Veitna

10. January 2019 - 15:33

Næstu áramót taka gildi breytingar á afsláttarkjörum viðskiptavina Veitna vegna kaupa á heitu og köldu vatni.

  • Breytingarnar snerta eingöngu fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök, ekki einstaklinga
  • Með þessu er stuðlað að auknu gagnsæi og jafnræði í verðskrá Veitna 
  • Ekki er gert ráð fyrir breytingum á tekjum Veitna vegna þessa

Fyrirtæki í viðskiptum við Veitur munu eftirleiðis njóta afsláttar í beinu samræmi við það magn af heitu og köldu vatni sem þau nota. Flestir munu ekki verða varir við neitt þar sem áhrifin á þá verða óveruleg. Hjá nokkrum aðilum er hins vegar um nokkra hækkun eða lækkun að ræða. Til að koma til móts við þá aðila sem verða fyrir hækkun verður veittur eins árs aðlögunartími áður en breytt afsláttarkjör koma til framkvæmda. Á þeim tíma gefst þeim tækifæri til að yfirfara kerfi sín og notkun. Starfsfólk Veitna mun verða þeim er þess óska innan handar og veita ráðgjöf um rekstur kerfa og nýtingu. 

Nánari upplýsingar um breytingar á afsláttarkjörum.