News

Heitavatnslaust á höfuðborgarsvæðinu Sat. 21. December kl. 13:45 - Sun. 22. December kl. 04:00

21. December 2019 - 17:19

Uppfærsla kl.21:00

Við erum nú að setja vatn aftur á kerfið og ná upp þrýstingi og gerum ráð fyrir að allt verði komið í lag hjá öllum kl 02.00 í nótt. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum er þetta kann að hafa skapað.

 

Nýjasta nýtt kl. 18:30 

Viðgerð er lokið og áhleyping er hafin svo nú geta íbúar farið að eiga von á að vatnið komi aftur. Það skal tekið fram að það tekur nokkrar klukkustundir að fylla á kerfið og ná eðlilegum þrýstingi til allra notenda.

 

Nýjustu fréttir  kl.17:45 

Viðgerðin gengur vel og reikna má með að byrjað verði að hleypa á lögnina um kl. 20:00.  Þá tekur nokkra klukkutíma að ná upp þrýstingi til allra notenda. Búast má við að allir verði komnir með heitt vatn fyrir miðnætti.

 

Vegna bilunar er heitavatnslaust vestan Snorrabrautar/Bústaðavegar og þrýstingsleysi og mögulega algert vatnsleysi milli Snorrabrautar og Kringlumýrarbrautar lau. 21. desember kl. 13:45 - sun. 22. desember kl. 04:00 

Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. Í kuldatíð er ráðlegt að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.