Viðgerð á heitavatnslögn í Hafnarfirði

22. August 2020 - 15:20

Í gær varð bilun í heitavatnslögn í Hafnarfirði sem olli töluverðum leka. Þessi bilun varð til þess að loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar. Til þess að klára viðgerðina þurfti að auki að loka á heitt vatn á Álftanesi og hluta Garðabæjar seinna um kvöldið. Viðgerð lauk um kl 2.45 í nótt en áhleyping vatns á lögnina var gerð í hlutum og kl 5.30 voru allir íbúar komnir með fullan þrýsting á heita vatnið.

Rennsli var töluvert og eins og áður segir þurfti að loka leiðum að lögninni til þess að klára viðgerðina. Starfsfólk Veitna kom fljótt á staðinn og gekk vel að finna lekann. Viðgerðin gekk prýðilega þrátt fyrir framangreindar tafir. Hér að ofan má sjá mynd af aðstæðum frá því nótt þegar viðgerðin var í fullum gangi við Húsasmiðjuna í Hafnarfirði.

Starfsfólk Veitna biður alla íbúa sem lokunin kom niður á velvirðingar og vill færa þeim þakkir fyrir þolinmæði og skilning á verkefninu.