Skýrsla um fugla og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur

03. January 2022 - 15:46

Út er komin skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur en í henni er að finna ýmsan fróðleik um fugla og spendýr á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni. Þetta er í 26. skýrslan af þessum toga en mikilvægt er að halda til haga upplýsingum um fjölda og tegundir þeirra fugla og spendýra sem hafast við á svæðinu.  Miklar breytingar hafa orðið á dýralífi í Heiðmörk frá því snemma á níunda áratugnum og hafa m.a. nokkrar nýjar tegundir þar búsetu eða viðdvöl og oft koma þar við tegundir sem eru sjaldséðar hér á landi.

Ekki sást til nýrra tegunda árið 2021 á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk. Helstu tíðindi í fuglalífinu er að himbrimum er hægt að fjölga á meðan grágæsastofninn er í lægð og árleg viðkoma fugla var yfir meðalári.  

Höfundur skýrslunnar er Hafsteinn Björgvinsson sem fyrst hóf störf við vatnsbólin í Heiðmörk árið 1984.  Skýrsluna prýðir fjöldi mynda sem flestar eru úr fórum höfundar hennar en að auki eiga Yann Kolbeinsson, Guðmundur Geir, Hrafn Óskarsson og Sigmundur Ásgeirsson myndir í henni.

Hægt er að nálgast skýrsluna hér:

 

Mynd: Álft. Ljósmyndari:Hafsteinn Björgvinsson.

Stafrænt kolefnisspor þessarar fréttar/greinar er áætlað 0,2 til 1,0g CO₂ ígilda á hverja heimsókn.