Terms of connections
Only in Icelandic at the moment.
Almennt
Tengigjöld skulu greidd fyrir hverja tengingu húsveitu við dreifikerfi Veitna í samræmi við gildandi verðskrá.
Tengigjald greiðist þegar umsókn hefur verið samþykkt af Veitum og áður en til afhendingar orku eða vatns kemur.
Sé fyrirsjáanlegt, vegna fjarlægðar eða annarra aðstæðna, að kostnaður við lagningu heimlagnar verði meira en 50% hærri en gildandi verðskrá segir til um, er Veitum heimilt að láta umsækjandi greiða þann kostnað til viðbótar.
Verði breyting gerð á deiliskipulagi húss eða lóðar sem hefur í för með sér breyttan inntaksstað, breytta legu eða breytta stærð heimlagna ber lóðarhafi allan kostnað sem hlýst af færslu eða breytingu dreifi- eða heimlagna.
Ef heimlögn verður lengri en 20 m innan lóðar umsækjanda í þéttbýli er Veitum heimilt að innheimta aukalega allan kostnað vegna lagnar umfram 20 m.
Veitum er heimilt að setja frekari skilyrði varðandi heimlagnir í frístundahús, hesthús og þess háttar, t.d. varðandi lágmarkshlutfall umsækjenda í hverfi, staðsetningu inntaks og tilhögun móttökubúnaðar.
Þar sem ekki er dagleg viðvera er krafa um að settir verði upp tengiskápar utandyra, á kostnað umsækjanda, sem innihalda nauðsynlegan inntaksbúnað og eru aðgengilegir starfsmönnum Veitna. Slíkir tengiskápar þurfa að vera viðurkenndir af Veitum og vera aðgengilegir til tengingar og eftirlits. Þessi krafa gildir t.d. fyrir hesthús og frístundahús.
Veitur ákveður stærð og gerð mæli- og stjórntækja sem notuð eru við sölu raforku og vatns.
Veitum er heimilt er að grafa fyrir og leggja heimlögn og láta standa á lóð húss/í landi jarðarinnar, það sama gildir um annan búnað fyrir lagnir veitunnar. Starfsmönnum Veitna er heimill aðgangur án endurgjalds að þessum mannvirkjum ásamt tilheyrandi búnaði og mælitækjum vegna reksturs og eftirlits.
Umsækjandi staðfestir að Veitur hafi aðgang að inntaksrýmum, mælum, mælagrindum, stofnloka, aðalvara, stofntengiboxa eða stofnvarkassa og stofnlagna.
Dragi umsækjandi umsókn til baka eða geri á henni breytingar er Veitum heimilt að innheimta þann kostnað sem þegar hefur verið stofnað til.
Heimlagnir eru eign Veitna nema sérstaklega sé um annað samið. Með greiðslu tengigjalda öðlast notandi afnotarétt af heimlögn.
Húseiganda er óheimilt að byggja yfir, reisa sólpall eða á annan hátt hindra aðkomu að heimlögnum vegna bilunar eða til endurnýjunar nema með viðeigandi ráðstöfun í samráði við Veitur.
Nýjar heimlagnir
Gjald fyrir nýjar heimlagnir er ákvarðað í verðskrá Veitna.
Heimlagnareikningur er gefinn út þegar Veitur hefur samþykkt umsókn ásamt tilskyldum fylgigögnum og staðfest að umsækjandi uppfylli skilyrði fyrir tengingu. Reikningur greiðist áður en kemur til afhendingar orku eða vatns en gjaldfellur annars 30 dögum eftir útgáfu og ber dráttarvexti eftir það.
Inntaksstaður heimlagna á að vera við útvegg húss, götuhlið eða þeirri hlið sem snýr að dreifilögnum Veitna. Heimilt er þó að staðsetja inntaksstað innar í húsi þegar heimlagnir fara inn um ídráttarrör í samræmi við verklagið "Hönnun og frágangur heimlagna". Hönnuði er skylt að kynna sér skilmála Veitna og staðsetningu lagna hennar.
Ef bráðabirgðaheimlögn er tengd við þá lögn við lóðarmörk sem þjóna á viðkomandi húsi varanlega verður sú bráðabirgðaheimlögn aftengd um leið og aðalheimlögn er lögð inn í hús í samræmi við umsókn.
Stækkun heimlagna
Fyrir stækkun heimlagnar vegna aukinnar notkunar er greitt fyrir hina nýju heimlögn í samræmi við verðskrá. Ef styrkja þarf stofnlagnir þ.m.t. háspennulagnir eða leggja nýja heimlögn lengri leið eins og að sverari stofnlögn, dælustöð eða spennistöð ber umsækjandi þann kostnað til viðbótar, enda um að ræða breytingu á skipulagsforsendum sem lágu fyrir við hönnun dreifikerfa. Umsækjandi ber einnig kostnað við yfirborðsfrágang innan sinnar lóðar.
Breyting eða færsla
Óski húseigandi eftir breytingu eða færslu heimlagnar vegna breytinga á skipulagi húss eða lóðar ber hann allan kostnað af þeirri breytingu eða færslu. Kostnaður miðast við áætlaðan raunkostnað og greiðist af umsækjanda áður en verkið hefst. Veitur getur sett það skilyrði að húseigandi sjái um alla jarðvinnu innan sinnar lóðar. Umsækjandi ber alltaf kostnað af yfirborðsfrágangi innan sinnar lóðar.
Aftenging heimlagna og endurtenging
Sækja þarf skriflega um aftengingu heimlagna. Endanleg aftenging aðalheimlagna vegna niðurrifs húss er gjaldfrjáls. Fyrir tímabundna aftengingu er greiddur raunkostnaður. Aftenging bráðabirgðaheimlagna er gjaldfrjáls sé viðkomandi heimlögn á sama tíma tengd sem aðalheimlögn í samræmi við umsókn.
Þegar sótt er um heimlögn/lagnir í nýbyggingu eða aðflutt hús á lóð þar sem áður var búið að sækja um aftengingu heimlagna vegna niðurrifs eða brottnáms húss er greitt fyrir nýjar heimlagnir samkvæmt eftirfarandi reglu: Sé sótt um nýja heimlögn/heimlagnir innan 2ja ára frá aftengingu og af sömu stærð og fyrir var/voru greiðir umsækjandi áætlaðan raunkostnað við aftengingu og nýja tengingu. Sé sótt um síðar og einnig ef sótt er um aðra stærð heimlagna en fyrir voru greiðir umsækjandi fyrir nýjar heimlagnir í samræmi við verðskrá.
Heitt vatn, sérákvæði
Stærð heimæðar ákvarðast af Veitum og miðast við stærð húsnæðis í rúmmetrum eða ósk húseiganda um vatnsmagn í umsókn.
Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist aukalega 10% af heimæðargjaldi sömu málstærðar og aukatengigrindin. Aukatengigrind er viðbót við þá tengigrind sem fyrir er.
Verði heildarlengd heimæðar meiri en 50 m er Veitum heimilt að láta umsækjanda greiða til viðbótar 2% af viðkomandi heimæðagjaldi fyrir hvern metra umfram 50 m. Fyrir lögbýli og heilsárshús í dreifbýli er miðað við 70 m.
Verði heimæð það löng að reikna megi með að hitastig vatns verði undir viðmiðunarmörkum miðað við áætlað rennsli er Veitum heimilt að hafna umsókn eða setja umsækjanda skilyrði eins og að láta þinglýsa þeirri kvöð á húsið að ekki verði gerð nein krafa á Veitur vegna hitastigs undir viðmiðunarmörkum.
Fyrir 3000 m³ hús og minna á húseigandi að nota mát og beygjur fyrir inntak í samræmi við verklagið "Tenging við hitaveitu". Veitur grefur skurð og leggur sveigjanlega heimæð í ídráttarröri sem tengist veggmáti og inntaksbeygju.
Kalt vatn, sérákvæði
Hver lóð á aðeins rétt á einni heimæð á því verði sem kveðið er á um í verðskrá. Þó er almennt lögð sér heimæð í hverja einingu par- og raðhúsa og sér einingar atvinnuhúsnæðis verði því við komið. Verði óskað eftir annarri heimæð í sömu húseign, greiðir umsækjandi raunkostnað við lögn og tengingu og ber sjálfur ábyrgð á viðhaldi hennar.
Vatn til annarra nota en til heimilisnota er mælt um rennslismæli. Verði mælingu ekki við komið greiðir notandi notkunargjald miðað við áætlun Veitna.
Ein tengigrind er innifalin í hverju tengigjaldi. Fyrir hverja aukatengigrind greiðist aukalega 10% af heimæðargjaldi sömu málstærðar og aukatengigrindin. Aukatengigrind er viðbót við þá tengigrind sem fyrir er.
Þegar sótt er um byggingavatn lánar Veitur sérstakan byggingavatnskrana með tæmingarloka sem hún tengir við heimæðarenda. Fyrir vatnið er greitt daggjald í samræmi við verðskrá þar til sótt er um aftengingu.
Húseiganda ber að leggja ídráttarrör fyrir kaldavatnsheimæð frá inntaki og út að heimæðarstút við lóðarmörk. Ídráttarrörið á að vera tveimur stærðarflokkum gildara en stærð heimæðar sem sótt er um. Ídráttarrörið á að leggja á um 120 cm dýpi og ber húseigandi ábyrgð á legu þess. Ef notuð eru inntaksmát og inntaksbeygjur í samræmi við verklagið "Tenging við vatnsveitu" sér Veitur um að grafa og leggja ídráttarrör frá veggmáti að lóðarmörkum.
Rafmagn, sérákvæði
Húseigandi leggur til aðalvör í samræmi við málstærð heimtaugar. Hámarksstærð heimtaugar samkvæmt verðskrá er 710 A. Óski notandi eftir stærri heimtaug er verð grundvallað á kostnaðarútreikningi fyrir hvert tilvik. Fyrir heimtaug stærri en 2400 A er gerður samningur sem tekur til afhendingarspennu, afhendingar heimtaugar, heimtaugagjalds og mælingar.
Sé nauðsynlegt að setja upp dreifistöð (spennistöð) vegna tiltekinnar húsveitu, og ef hún er að mestu leyti notuð í þágu hennar, er eiganda hennar skylt að leggja Veitum til lóð eða húsnæði undir stöðina samkvæmt sérstöku samkomulagi. Hann skal í öllu hlíta skilmálum Veitna um stærð lóðar og staðsetningu stöðvar.
Í samræmi við Reglugerð um framkvæmd raforkulaga nr. 1040/2005 er Veitum heimilt að krefjast greiðslu kerfisframlags af nýjum viðskiptavini ef væntanlegar tekjur dreifiveitu af hans viðskiptum standa ekki undir eðlilegum stofn- og rekstrarkostnaði. Þetta gildir einnig ef styrkja þarf raforkukerfið vegna umsóknar um stækkun heimtaugar.
Fyrir heimtaugar 63 A og minni á húseigandi að leggja 50 mm ídráttarrör frá inntaksstað að heimtaugarenda við lóðarmörk. Ef notuð eru inntaksmát og inntaksbeygjur í samræmi við "Tenging við rafveitu" sér Veitur um að grafa og leggja ídráttarrör frá veggmáti að lóðarmörkum.
Þar sem því verður við komið getur viðskiptamaður óskað eftir tengingu við dreifikerfi Veitna til skammtímanotkunar. Gjald fyrir slíka tengingu er samkvæmt verðskrá Veitna. 55% álag bætist við vinnu utan dagvinnutíma sem er virka daga frá kl. 08:00 til kl. 16:00.
Fráveita, sérákvæði
Fráveituheimæðar eru eign húseiganda að tengingu við fráveitukerfi Veitna við mörk lands sveitarfélagsins svo sem við götu, gangstétt eða opið svæði. Í nýjum hverfum og þar sem nýjar lóðir eru stofnaðar í eldri hverfum, eru tengistaðir heimæða við fráveitu, regnvatn og skólp, tilgreindir á hæðarblaði.
Í eldri hverfum þar sem heimæðastútar eru ekki til staðar annast húseigandi lagningu heimæða sinna að tengingu við fráveitukerfi Veitna á mörkum við land sveitarfélagsins nema um annað sé samið.
Frístundahús, sérákvæði
Heimlagnir í frístundahús verða ekki lagðar að vetri til. Ekki verður tekið við umsókn um nýja heimlögn frá 1. október til 1. apríl. Miðað er við að lagnavinnu verði lokið í lok október og hefjist ekki aftur fyrr en eftir miðjan apríl. Í frístundahúsum leggur umsækjandi til inntaksskápa í samræmi við sérskilmála, annars vegar fyrir heitt vatn og hins vegar fyrir rafmagn. Umsækjandi greiðir aukalega 2% af viðkomandi heimæðargjaldi fyrir hvern metra umfram viðmiðunarlengd sem er 100 m fyrir heitt og kalt vatn en 150 m fyrir rafmagn.
Inntaksrými
Inntaksrými skal að öllu leyti vera í samræmi við ákvæði byggingarreglugerðar og í fjöleignarhúsum staðsett í sameign sem allir eigendur hafa aðgang að.
Aðgengi fyrir starfsmenn Veitna
Tryggja verður aðgengi starfsfólks Veitna að inntaksrýmum. Þessi kvöð nær meðal annars til allra mæla og mælagrinda, stofnloka, aðalvara, stofntengiboxa eða stofnvarkassa og stofnlagna.
Þar sem ekki er dagleg viðvera geta Veitur krafist þess að nauðsynlegum inntaks- og mælabúnaði verði komið fyrir utandyra í viðeigandi skáp sem húseigandi leggur til og er aðgengilegur starfsmönnum Veitna.
Only in Icelandic at the moment.
Heimæðar
Heimæðar fyrir húsnæði allt að 3.000 m3 eru almennt einangraðar PEX-pípur í ídráttarröri nema í Þorlákshöfn. Heimæðar fyrir stærri hús eru einangraðar stálpípur.
Hönnuður ákvarðar stæð heimæðar m.t.t. vatnsþarfar og í samráði við Veitur. Fyrir upphitun húsnæðis er rúmmál þess lagt til grundvallar. Önnur notkun en til húshitunar skal skilgreind af hönnuði sem meðalrennsli og hámarksrennsli. Veitum er heimilt að gera athugasemd við val hönnuðar á stærð heimæðar og krefjast frekari hönnunargagna ef um er að ræða frávik frá reynslutölum. Heimæð er lögn frá dreifilögn í götu að og með inntaksloka innan við húsvegg.
Almennt er lögð ein heimæð í hverja byggingu. Hverri heimæð fylgir ein tengigrind en greitt er sérstaklega fyrir fleiri grindur samkvæmt verðskrá og skilmálum Veitna.

Inntaksrými
Inntaksrými
Inntaksrými á að vera við útvegg á þeirri húshlið sem heimæð kemur að. Inntaksrýmið þarf að vera nægilega stórt til að rúma allan inntaks- og stjórnbúnað og í samræmi við ákvæði byggingareglugerðar, til dæmis að hafa niðurfall í gólfi, þröskuld fyrir dyrum, vera loftræst og vel lýst. Heimilt er að staðsetja inntaksrými húsa minni en 3000 m3 allt að 6 m fyrir innan útvegg, ef lagðar hafa verið ídráttarrör fyrir heitavatnsheimæð úr sveigjanlegu efni eins og lýst er í “Hönnun og frágangur heimlagna”. Ekki er heimilt að staðsetja inntak eða mælagrindur á öðrum stað en í inntaksrými.
Sérstök ákvæði gilda um inntaksrými þar sem ekki er föst viðvera, sjá kafla um inntaksskáp utanhúss.

Tengigrind
Tengigrind
Tengigrind er tengibúnaður á milli heimæðar Veitna og húsveitu húseiganda. Veitur leggja til tengigrindina, annað er á ábyrgð húseiganda.
Nauðsynlegt veggpláss fyrir hitaveitugrindur allt að 40 mm (1 1/2“) að sverleika þarf að vera 90 cm á hæð og 120 cm breitt. Gera þarf ráð fyrir viðbótarplássi ef óskað er eftir auka tengigrind.
Hönnuður í samráði við Veitur ákvarðar þörf á veggplássi fyrir stærri tengigrindur.

Vinna við tengigrind

Tengigrind

Í öllum húsveitum þarf kerfi húseiganda að sjá til þess að nægilegur bakþrýstingur sé til staðar, t.d. með slaufuloka á bakrás. Þá þurfa að vera einstreymislokar, bæði á hitunar– og neysluvatnsgreinum. Einnig þarf að vera einstreymisloki á bakrás þar sem dreifikerfið er tvöfalt.
Skylt er að setja öryggisloka af réttri stærð í allar húsveitur. Öryggislokar skulu staðsettir innan við (húsveitumegin) þrýstijafnara eða stillikrana á framrás og á bakrás þar sem dreifikerfi er tvöfalt. Lagt skal frá öryggislokum, t.d. niður að gólfi inntaksrýmis.
Heitavatnsmælar eru settir upp og innsiglaðir af starfsmanni Veitna.
Notendur geta óskað eftir því að fá mæli sem tengjanlegur er hússtjórnarkerfi. Notandi ber allan kostnað af slíkri tengingu sem og kostnað við mælaskipti, sé þörf á þeim.
Þar sem Veitur reka lokað hringrásarkerfi frá varmaskiptastöð er notanda ekki heimilt að taka vatn úr kerfinu. Notandi verður því að setja upp varmaskipti fyrir allt hitaveituvatn frá varmastöð, þ.m.t. heita potta og snjóbræðslu.
Sjá aukaskilmála lokaðs hringrásarkerfi.
Þar sem ekki er dagleg viðvera, svo sem í frístundahúsum, hesthúsum og þess háttar skal húseigandi setja upp viðurkenndan, vatnsheldan og einangraðan skáp utanhúss fyrir inntaksbúnað.
Sjá aukaskilmála inntaksskáps utanhúss.
Hitastig og þrýstingur
Aðstæður í veitukerfi hitaveitunnar eru mjög mismunandi bæði varðandi þrýsting og hitastig. Þéttleiki og hæðarlega byggðar er mismunandi og þar af leiðandi er þrýstingur og hiti misjafn frá einum stað til annars.
Rekstrarskilyrðin miðast við eðlilegar aðstæður.
Innihald hitaveituvatns
Hitaveituvatnið er án súrefnis og inniheldur brennisteinsvetni. Vatnið er ekki flokkað sem neysluvatn samkvæmt heilbrigðisreglugerð en er talið hættulaust. Þó er ekki hægt að útiloka að einstaklingar geti haft óþol gagnvart vatninu.
Hitaveitan hentar ekki öllu lagnaefni.
Hönnun húsveitna
<
p>Í samræmi við byggingareglugerð skal hanna neysluvatnskerfi þannig að ekki verði hætta á húðbruna notanda. Krafa er gerð um notkun varmaskipta á neysluvatnskerfi með tilheyrandi stjórnbúnaði, sbr. ÍST67:2003. Hönnuður og pípulagningameistarar skulu miða hönnun sína og efnisval við staðbundin rekstrarskilyrði hitaveitu á hverju stað
Stjórntæki og lagnir skulu þannig hönnuð og fyrir komið að ekki verði af þeim óþægindi sökum hávaða og/eða óþarfa þrýstihöggs í dreifikerfi hitaveitunnar. Veitur geta krafist breytinga á húsveitum á kostnað húseiganda ef:
- af þeim getur stafað bein slysahætta
- tækjabúnaður eða virkni húsveitunnar hefur óæskileg áhrif á veitukerfi eða nærliggjandi húsveitur
Sinni viðskiptavinur ekki kröfum Veitna um úrbætur innan hæfilegs tíma er heimilt að stöðva orkuafhendingu án frekari fyrirvara.
Hitastig - efri og neðri mörk
Framrásarhiti frá dælustöðvum er að jafnaði nálægt 80°C.
Í þéttbýli við vetrarálag er stefnt að 65°C hita sem lágmark við tengigrind. Vegna sérstakra rekstrarskilyrða á sumum þéttbýlissvæðum er ekki unnt að tryggja hærra hitastig en 55°C hita sem lágmark við tengigrind.
Í dreifbýli og á sumarhúsasvæðum er stefnt að 50°C hita sem lágmark við tengigrind.
Erfitt er að setja neðri mörk á hita til viðskiptavina sökum þátta eins og fjarlægðar frá dælustöð og álags á hitaveituna. Gera má ráð fyrir lægri framrásarhita við lítið álag (t.d. við sumarálag) þar sem kólnun verður þá meiri en ella. Þá mega notendur sem eru á enda götulagna í dreifikerfi eða þeir sem tengjast um óvenju langar heimæðar reikna með meiri kólnun þegar notkun minnkar.
Þrýstingur - efri og neðri mörk
Í einföldu og tvöfalt veitukerfi er eðlilegur framrásarþrýstingur við inntak, minnst 2 bar og mest 8 bar m.v. eðlilegt rennsli.
Í tvöföldu veitukerfi, er eðlilegur mismunaþrýstingur við inntak, minnst 1 bar m.v. eðlilegt rennsli og bakrásarþrýstingur við inntak, minnst 1 bar og mest 5 bör m.v. eðlilegt rennsli.
Þar sem notkun er stýrt með hemlum eiga ofangreind þrýstimörk ekki við.
Gera má ráð fyrir breytilegum þrýstingi við inntak eftir álagi á hitaveituna.
Ábending um tengingu við hitakerfi
Veitur leggja til til að öll ný og endurnýjuð húskerfi verði ekki tengd beint við dreifikerfi hitaveitu. Það á t.d. við um neysluvatnskerfi, sbr. kröfu í byggingareglugerð og ofnakerfi. Notast verði við varmaskipta með tilheyrandi stjórnbúnaði. Um er að ræða verulegt öryggisatriði gagnvart lekum og hitastigi á neysluvatni ásamt því að ná betri stýringu á húskerfum.
Tæknilegir tengiskilmálar Samorku
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, hafa gefið út sameiginlega skilmála fyrir tengingar neysluveitna:
Only in Icelandic at the moment.
Efnisyfirlit
-
Heimæð, inntaksrými og tengitöflur
-
Ídráttarrör á lóðum
-
Frágangur ídráttarrörs
-
Ídráttarrör inn í hús
-
Bráðabirgðatenging á byggingartíma
-
Þrýstingur
-
Gæði vatns
-
Tæknilegir tengiskilmálar vatnsveitna
Þvermál lagna | Lengd tengiflatar | Hæð tengiflatar |
að 50 mm | 1,2 m | 0,5 m |
að 90 mm | 1,7 m | 0,6 m |
Heimæð, inntaksrými og tengitöflur
Heimæðar fyrir kalt vatn að 63 mm eru dregnar í ídráttarrör sem húseigandi annast lagningu á. Veitur draga heimæð í ídráttarrör, setja upp tengigrind og tengja við veitukerfi.
Hönnuður ákvarðar stærð heimæðar með tilliti til vatnsþarfar í samráði við Veitur. Fyrir fjölbýlishús er fjöldi íbúða lagður til grundvallar.
Önnur notkun er skilgreind af hönnuði, meðalrennsli og hámarksrennsli. Veitum er heimilt að gera athugasemd við val hönnuðar á stæð ef um er að ræða frávik frá reynslutölum og krefjast frekari hönnunargagna.
Lögð er ein heimæð í hvert hús frá götulögn og inn fyrir húsvegg að inntaksloka. Húseigandi greiðir allan kostnað við viðbótarheimæð (t.d. sprinkler) eða breytingu á heimæð.
Vatnsgjald er innheimt af öllum fasteignum.
Vatn til atvinnurekstrar ber til viðbótar notkunargjald mælt um rennslismæli eða áætlað þar sem mælingu verður ekki komið við.

Inntaksrými, inntaksgrind og lóðamörk
Ídráttarrör á lóðum
Veitur sjá um að leggja ídráttarrör, þar sem allar heimlagnir eru lagðar í sama skurð. Í öðrum tilfellum lætur húseigandi leggja ídráttarrör fyrir kaldavatnsheimæð frá tengistað við lóðarmörk og inn í hús. Tengistútur vatnslagnar er allajafna 1,5 m innan lóðarmarka.
Hönnuður ákveður legu og þvermál ídráttarrörs sem vera skal af gerðinni PEH PN6.
Hafi húseigandi ekki lagt ídráttarrör þegar óskað er eftir tengingu heimæðar, getur hann óskað eftir því að Veitur annist lagningu þess gegn greiðslu.
Ef ídráttarrör sem húseigandi lagði er ekki ídráttarhæft fyrir heimæðina ber umsækjandi kostnað af lagfæringu þess. Greiðsla fyrir efni og vinnu er samkvæmt skilmálum og verðskrá Veitna.
Heimæð | Ídráttarrör |
32 mm | 50 mm |
40 mm | 63 mm |
50 mm | 75 mm |
63 mm | 90 mm |
Frágangur ídráttarrörs
Tryggja verður að auðvelt sé að draga heimæðina í og úr ídráttarrörinu. Í inntaksrými verður ídráttarrör að koma lárétt inn úr vegg eða lóðrétt upp úr gólfi. Endar skulu vera lokaðir og staðsetning merkt.
Ótraustan jarðveg í skurðbotni verður að styrkja og þjappa. Ídráttarrörið er síðan lagt ofan á 150 mm þjappað sandlag og fyllt með 200 mm sandlagi yfir og umhverfis rörið. Jarðvegsþekja ofan á ídráttarrör skal vera minnst 1,2 m.
Lárétt fjarlægð milli fráveitu - og vatnslagnar skal vera 0,5 m hið minnsta og vatnslögn ávallt fyrir ofan fráveitulögn.

Þversnið

Ídráttarrör inn í hús
Ídráttarrör inn í hús
Almennt er ídráttarrör lagt inn í hús frá tengistað við lóðarmörk, ef:
- Ídráttarrörið kemur inn um kjallaravegg og heimæð er 63 mm að þvermáli eða minni
- Ídráttarrörið er sveigt upp úr gólfi og heimæð er 40 mm að þvermáli eða minni
- Ídráttarrörið er sveigt upp úr gólfi og heimæð er 50 mm að þvermáli og tengigrind er í stefnu heimæðar, þar sem hún kemur inn í hús.
Heimæðar sem liggja undir gólfplötu eiga alltaf að vera í ídráttarröri.
Veitur draga heimæð í ídráttarrör, þéttir með endum, setur upp inntaksgrind og hleypir vatni á.
Heimæðar stærri en 63 mm að þvermáli eru ekki dregnar í ídráttarrör, nema við sérstakar aðstæður eins og til dæmis ef heimæð liggur undir mannvirki.
Bráðabirgðatenging á byggingartíma
Húseigendur geta fengið eftirfarandi bráðabirgðatengingar við dreifikerfi vatnsveitu á byggingartíma gegn daggjaldi:
Byggingarvatn
Veitur setja upp tvívirkan tengi- og tæmingarloka með spindli á tengistað við lóðarmörk. Settur er kúluloki á rör, sem nær upp úr jörðu, fyrir slöngutengingu.
Vinnuskúravatn
Ef óskað er eftir tengingu á vatni í vinnuskúr, setja Veitur upp tvívirkan tengi- og tæmingarloka með spindli á tengistað við lóðarmörk. Húseigandi sér um bráðabirgðalögn frá tengiloka í vinnuskúr. Gæta skal þess að lögnin sé frostfrí.
Veitur sjá um uppsetningu loka og fjarlægja þá við tengingu varanlegrar heimæðar. Lokarnir eru í eigu Veitna en á ábyrgð húseiganda á notkunartíma.
Þrýstingur
Þrýstingur er mjög mismunandi í dreifikerfinu, en þar ræður mestu þéttleiki byggðar og hæðarlega. Einnig má gera ráð fyrir breytilegum þrýstingi við inntak eftir álagi á veituna.
Rekstur dreifikerfis miðast við eðlilegar aðstæður og stefnt að því að þrýstingur við inntak sé minnst 1,5 bar og mest 7 bar miðað við venjulegt rennsli.
Gæði vatns
Veitur starfa eftir gæðastöðlum þar sem gæði og hreinleiki vatnsins eru í fyrirrúmi. Hönnuðir og lagnamenn eru minntir á að rangt fyrirkomulag innanhúslagna getur haft áhrif á gæði vatnsins.
Tæknilegir tengiskilmálar Samorku
Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, hafa gefið út sameiginlega skilmála fyrir tengingar neysluveitna:
Only in Icelandic at the moment.
Efnisyfirlit
Í nýjum íbúðahverfum eru tengingar fráveitu lagðar að hverri lóð og þurfa lóðarhafar ekki að sækja sérstaklega um tengingu við fráveitu.
Í Reykjavík eru tengigjöld fráveitu greidd til Veitna. Verðskrá tengigjalda er gefin út í upphafi árs.
Á Akranesi og í Borgarbyggð annast sveitarfélagið innheimtu tengigjalda.
Á iðnaðar- og athafnasvæðum og þar sem um er að ræða stakar lóðir í grónum hverfum sækir lóðahafi um tengingu við fráveitu nema annað komi fram á hæðarblaði eða í úthlutunarskilmálum.
Veitur annast lagningu og tengingar sé þess óskað en einnig er lóðarhafa heimilt að láta verktaka á sínum vegum annast lagningu og tengingu undir eftirliti starfsmanna Veitna sem einnig skulu taka lagnirnar út áður en fyllt er í lagnaskurðinn. Tenging við lagnakerfi utan lóðamarka skal ávallt framkvæmd af starfsmönnum Veitna.
Kostnaður við lagningu tengingar greiðist af lóðarhafa og miðast við gerð, stærð og lengd hennar. Sé tengingin lögð af verktaka á vegum lóðarhafa greiðir hann kostnað beint til verktakans án milligöngu Veitna.

Tengingar
Tengingar eru lagðar í steinrörum og eru að lágmarki 150 mm að innanmáli. Lóðarhafi getur sótt um sverari lagnir og ákvarðast stærð þeirra þá af lagnahönnuði í samráði við Veitur.
Þar sem óskað er eftir aukinni flutningsgetu skal leggja fram útreikninga og greinargerð þar sem gerð er grein fyrir áætluðu rennsli, dreifingu þess innan sólarhringsins ásamt öðrum þeim upplýsingum sem máli kunna að skipta fyrir tengingu við það kerfi sem fyrir er.
Allar tengingar skulu vera tvöfaldar þ.e. regnvatn og skólp skal lagt í aðskildum lögnum. Þar sem kerfi Veitna er einfalt, regnvatn og skólp í sömu lögn, skal lóðarhafi leita samráðs um hvernig staðið er að tengingu tvöfalda kerfisins sem yfirleitt skal gert utan lóðamarka þar sem því verður við komið.
Lagning heimæða innan lóðar, frá tengistút við lóðamörk að landi sveitarfélagsins, er á ábyrgð lóðarhafa sem einnig annast rekstur þeirra og viðhald.

Fráveita - grunnmynd
Frágangur og lega tenginga
Tengingar eru yfirleitt lagðar 1-2 m inn fyrir lóðamörk u.þ.b. 2 m frá lægsta horni lóðarinnar. Staðsetning lagna kemur fram á hæðarblöðum. Þar sem klöpp er við enda tengistúta er losað um hana u.þ.b. 1 m lengra en stútarnir ná. Endamúffa skólplagna er máluð rauð og endamúffa regnvatnslagna hvít. Samhliða fyllingu í lagnaskurðinn er komið fyrir borðum/hælum í sama lit sem standa um 20 cm upp úr landi að fyllingu lokinni.
Endum lagnanna er lokað með málmloki.
Meginreglan er að skólptenging liggur neðar en regnvatnstenging en á því geta verið undantekningar. Í vafatilfellum eru lóðarhafar vinsamlega beðnir að leita sér upplýsinga hjá Veitum sem einnig veita nánari upplýsingar um staðsetningu tenginga þar sem er þörf.

Fráveita - þversnið
Content
-
Supply connection
-
Temporary electrical power supply
-
Pull-through conduit
-
Main circuit breaker board and main terminal box
-
Incoming point in a basement
-
Bigger supply service line connection
-
External meter box on summer houses
-
External main circuit breaker board on stables
-
Technical terms of electricity
Supply connection
The owner of the building or electrical contractor/construction manager applies for the power supply connection. In the case of joint pipelines, Veitur Utilities lays all the pipes. The electrical conduit designer decides on the positioning, size and diameter of the pull-through conduit. Electrical contractors are responsible for ensuring that it is possible to pull the wire through the conduit, leaving some pull-through fish tape in the longer conduits, installing the terminal box if necessary, laying the electric main from the incoming point and connections with the main switch.
Veitur Utilities pulls the power supply connection cable through the conduit, buries cables for supply connections that are greater than 63 A and seals it with a cable at the pipe’s extremity.
The designer decides on the size of the power supply line in relation to the power requirements in consultation with Veitur Utilities. In a residential property the number of apartments is used as the basis. Veitur Utilities is authorised to make remarks regarding the designer’s choice of size if it deviates from standards and to require further design data.
The power supply extends from the street electrical distribution cabinet or distribution centre into the master switch in the board or in the main terminal box where it is used.
Temporary electrical power supply
For temporary electrical power supply (working power supply) a working shed needs to be installed on the street side of the building site and not on top of the envisaged pipeline path. If you wish to connect the working power supply directly to the street electrical distribution cabinet, the owner of the house shall cover the cost outside the site and >5m into the property lot.
The temporary electrical power supply is disconnected when the main power supply is connected. It is therefore important that the house owner be ready with a fusebox and to have an electrical contractor in place when Veitur Utilities comes to connect the main power supply to minimise power outages on the building site.
Pull-through conduit
The house owner allows the pull-through conduit (PEH) to be laid for the power supply into the incoming point. The electrical contractor takes care of laying the pull-through conduit (unless all the piping is in the same trench and managed by Veitur Utilities) and is responsible for ensuring that it is retractable.
Pull-through conduits for power supply connections of 63 A or less must have a diameter of 50 mm. Care must be taken to ensure the pipes do not narrow when bended and the turning radius may not be less than 0.5 m. For other power supplies refer to table 1 in the section on “bigger power supply connection lines” below.
For power supply connection lines of 100 A and less, the pull-through conduit must extend beyond the property boundaries. The piping shall be securely sealed, and a hole shall be left if a power supply connection can be immediately provided. If it is not possible to provide the supply connection line immediately, its location shall be marked at the extremity and buried. Generally speaking, the pull-through conduit for the supply connection should lie at the shortest distance from the property boundaries, perpendicular to the street side of the house. If the distance is greater than 10 m, fish tape has to be left in the conduit.
The pipe has to lie in the sand, so that there is a layer of at least 20 cm all around it. If the pipe has to be assembled the joints must be tight and handled in a manner that prevents the formation of a ridge inside. When laying the pipeline ensure that the water drainage is away from the building in order to prevent the formation of water pockets inside it. Generally speaking, it should be at a depth of 0.7 m below the ultimate surface of the soil through the external wall.
The extremity of the pull-through conduit inside the building has to be higher than the surface of the ground at the incoming point. The pull-through conduit shall be securely sealed at both ends to ensure no dirt enters it.
Table 1- Cables and pull-through conduits
Size | Cable | Pull-through conduit |
50 A | 4 x 10 Cu | 50 mm |
63 A | 4 x 16 Cu | 50 mm |
100 A | 4 x 50 Al | 63 mm |
200 A | 4 x 150 Al | 90-110 mm |
315 A | 4 x 240 Al | 110 mm |
400 A | 4 x 300 Al | 110 mm |
630 A | 2 x (4 x 240 Al) | 2 x 110 mm |
710 A | 2 x (4 x 300 AI) | 2 x 110 mm |
Main circuit breaker board and main terminal box
The incoming point for the household pipeline must be by the external wall of the house on the street side or the side that faces Veitur Utilities’ distribution pipes. The designer is obliged to familiarise him/herself with Veitur Utilities’ conditions regarding the location of pipelines on behalf of the company.
If the main circuit breaker board is more than 4 m away from the outer wall, the electrical contractor must install an approved make of main terminal box. The main terminal box must be installed in the area which the plan drawing indicates as the incoming point, although preferably in the garage. The external wall shall be insulated with at least 25 mm of insulation behind or on the support wall.
Under special circumstances, Veitur Utilities may allow the intake point to be more than 4 m inside the house, but the house owner will have to bear the extra cost that entails.

Pull-through conduit connects to the board Property boundaries

Pull-through conduit connects to the main terminal box
Incoming point in a basement
If the main circuit breaker board or main terminal box is in the basement or below ground level, special care needs to be taken to tackle the risk of subsurface water leaking from the pipe into the board.
If the pull-through conduit does not fully reach the board, Veitur Utilities must be consulted on the handling of the power supply cable.

Main circuit breaker board in basement
Bigger supply service line connection
Pull-through conduits for power supply connections that are greater than 100 A must be at a distance of at least 0.5 m from the outer wall.
Pull-through conduits for supply connections that are greater than 100 A must be straight and end in a pit under the wiring closet. The pit must be at least 1m long and sufficiently wide and deep to facilitate the pulling and connection.
When selecting pull-through conduits for industrial property, it is good to take into consideration potential future increases in the power supply lines.

Power supply connections greater than 100A
External meter box on summer houses
For a power supply connection to a summer house, the house owner has a pull-through conduit connected from the property boundaries to one of Veitur Utilities’ external electrical cabinets or overhead lines with a pull-through wire. The width of the pull-through conduit will depend on circumstances and shall be chosen in consultation with Veitur Utilities.
The pull-through conduit has to extend beyond the vegetation belt or an area which cannot be reached by a mechanical digger. Veitur Utilities does not dig for power supply connections within the property boundaries. The relevant house owners must take care of that part of the digging in consultation with Veitur Utilities.
For summer houses, the house owner must have a meter box which fulfils the technical conditions of the Samorka (Federation of Energy and Utility Companies). The electrical contractors install the box on the northern external wall of the house to avoid it being heated by the sun or in accordance with an approved drawing and power supply line and main. The height under the bottom of the meter box should be 1.5 m. The power supply connection shall be protected by plastic tubing up the circuit breaker board on the wall.

Meter box/Main fuse box outside house
External main circuit breaker board on stables
The incoming point of the supply connection into a stable or comparable construction, which is not occupied on a daily basis, is in the main circuit breaker board, which is installed on the exterior of the building on the side specified in the drawing of the plot plan or in consultation with Veitur Utilities. The main circuit breaker board, which the house owner provides, must be able to at least accommodate as many kWh–meters as there are owners in the building. The board cabinet must meet the requirements regarding the compactness of electrical equipment outside a house and its exterior must be covered by a protective box made of, for example, waterproof plywood.
Technical terms of connection of Samorka
Samorka, federation of energy and utility companies, have issued common terms for the connection of consumer utilities.