Finnur vinnur í sumar!

Fylgstu með Finni í Framkvæmdasjánni!

Finnur ætlar að ferðast innanlands í sumar á milli framkvæmdasvæða og passa uppá að öryggið sé alltaf til staðar. Ferðaplön hans má skoða nánar í Framkvæmdasjá þar sem sjá má yfirlit yfir helstu framkvæmdir á vegum Veitna. Þar sem eru framkvæmdir, þar er Finnur.

finnurvinnur_uti.jpg

Finnur á verkstað.

Hefur þú orðið fyrir raski vegna framkvæmda? Kannski var Finnur á ferð. En hver er þessi Finnur?

Veitur kynna með stolti til sögunnar Finn Keiluson, verkstjóra á framkvæmdasviði Veitna. Finnur hefur verið hjá okkur í Veitum í meira en 20 ár og hefur séð um verkstjórn í fjölda framkvæmda á vegum Veitna. Hann er oftar en ekki fyrstur á staðinn þegar þarf að stinga niður skóflu og fer ekki fyrr en verkinu er lokið.

Finnur er uppalinn í Stykkishólmi og ákvað hann ungur að fara í Verkmenntaskóla Suðurlands. Að námi loknu fékk hann sumarstarf hjá Veitum og hefur hann unnið hjá okkur allar götur síðan. Hann starfar nú sem Verkstjóri framkvæmda.

Finnur vinnur og kappanum fellur ekki verk úr hendi. Hann vill tryggja að íbúar hafi stöðugt aðgengi að hitaveiturafveituvatnsveitu og fráveitu. Þá finnst honum mikilvægt að íbúar hafi greiðan aðgang að upplýsingum um framkvæmdir Veitna í Framkvæmdasjánni

Finnur býr sig undir daginn á verkstæðinu.

Hver er framtíðarsýn Finns?

"Að byggja upp og reka hagkvæm veitukerfi með öryggi, umhverfissjónarmið og langtímaþarfir viðskiptavina og samfélags að leiðarljósi. Að þróa og byggja upp veitukerfi sem eru grundvöllur lífsgæða," segir Finnur brosandi og stoltur af því hversu gæfulega hefur spilast úr honum, um leið og hann minnir áhugasama á að fylgjast með honum og verkefnunum í Framkvæmdasjánni.

Helstu áhugamál Finns eru orkuskipti, nýsköpun og tækniþróun.

#Finnurvinnur 

Finnur slakar á eftir krefjandi vinnudag.