Fjölbýli

Fjölbýlishús eru mjög mismunandi, allt frá tvíbýlishúsum upp í fjölda íbúða með stóra heimtaug. Gera verður ráð fyrir að íbúar fjölbýlishúsa sættist ekki á aðrar lausnir en að hleðsla rafbíla tengist sér mæli viðkomandi notanda eða skráist sérstaklega á eiganda rafbíls.

Þættir sem þarf að skoða:

 1. Stærð heimtaugar og fjöldi íbúða. 
  Hvað má ætla að lesta megi heimtaugina meira á álagstíma íbúðarálags sem oftast er milli 18 og 19 og svo aftur utan álagstíma.
  ​a. Hægt er að fá rafverktaka til að álagsmæla heimtaugina á mismunandi tímum.
  b. OR getur boðið ráðgjöf sem byggir á hönnunarforsendum og miðar við fjölda íbúða, samlögun álags, gildleika heimtaugar og lengd og spennufalli vegna álags.
   
 2. Hleðsluþörf.
  a. Í dag dugar langflestum 1-fasa hæghleðsla 2-3 kW um 16A tengil. Stækkandi rafhlöður munu auka þörfina í 3-fasa 16A tengil 6-10 kW.
  b. Hraðhleðsla, 4-6 tíma hleðsla, 22kW kostar mun meiri fjárfestingu.
   
 3. Staðsetning hleðslustöðva.
  a. Í flestum tilfellum er hægt að leggja fyrir og setja upp tengla við hvert bílastæði. Kostnaður getur verið mjög mismunandi eftir aðstæðum.
  b. Við stór fjölbýlishús væri hægt að bjóða hraðhleðslu í sameiginlegu stæði.
   
 4. Orkumæling.
  a. Hæghleðsla. Oftast er hægt að tengja frá mæli viðkomandi notanda. Aðrar mögulegar lausnir eru sameiginleg mæling og frádráttarmælar við hvern hleðslustað.
  b. Sameiginleg hraðhleðsla. Stöðin tengist sérstökum orkumæli. Tæknilausnir eru fyrir hendi þar sem notandi auðkennir sig og orkunotkun skrifast á hann.