Fréttir og tilkynningar

Bústaðavegur við Litluhlíð 20. júlí 2021 - 15. ágúst 2021

Birt 22. júlí 2021 | Póstnúmer: 105

Nú standa yfir miklar framkvæmdir á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar. Þar vinna Veitur við hitaveitulagnir og nú þarf að þrengja að umferð á kafla til þess að bæta við tengingu á hitaveitu upp í Öskjuhlið. Verktaki sem vinnur verkið hefur sett upp þrengingar á Bústaðarvegi en veginum verður ekki lokað. Búast má við þessari truflun á umferð þar til um miðjan ágúst.

Við bendum þeim sem nota strætó á að kynna sér þær ráðstafanir sem Strætó mun grípa til vegna þessa en biðstöðin Perlan mun vera lokuð í átt að Hlemmi þar til 29.júlí. Þá er fólk hvatt til þess að fara varlega í kringum framkvæmdasvæðið.