Fréttir og tilkynningar

Bústaðavegur við Sprengisand 05. júní 2021 - 01. ágúst 2022

Birt 09. júní 2021 | Póstnúmer: 108

Verkefnið:

Veitur munu leggja nýjar lagnir fyrir allar veitur vegna uppbyggingar nýrra lóða við Bústaðaveg 151-153. Einnig þarf að færa til lagnir í nágrenninu vegna nýrra gatnamóta, hringtorgs og undirganga við Sprengisand, uppsetningar lýsingar og gerð "blágrænna ofanvatnslausna" fráveitu.

Hjáleið verður gerð fljótlega á Bústaðavegi við Vogaland því 80 cm kaldavatnslögn og 70 cm heitavatnslögn verða grafnar undir það svæði sem á að rúma væntanleg undirgöng. Þessi hjáleið verður gerð fyrir eða eftir næstu helgi.

Þegar framkvæmdir hefjast við undirgöngin sjálf og hringtorgið verður hjáleiðin viðameiri og kaflinn á Bústaðavegi frá Sogavegi að Reykjanesbraut verður þá 30 KM. Verkið allt klárast væntanlega í febrúar 2021.

30 KM hraði á Bústaðavegi við Reykjanesbraut

30 KM hámarkshraði er nú við gatnamótin á Bústaðavegi við Reykjanesveg á því svæði er nú unnið að gerð nýrrar götu og færslu á hluta Bústaðavegar með hringtorgi og undirgöngum m.a. verður unnið að nýjum göngu- og hjólastígum á svæðinu.

Ökumenn sem beygja af Reykjanesbraut inn á Sprengisand og Atlantsolíu við gatnamótin fara síðan út af svæðinu inn Bústaðaveg og þaðan til suðurs eða vesturs.

Verkið í heild felst í:

  • Byggingu undirganga fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Bústaðaveg og gerð hringtorgs á Bústaðaveg, ásamt allri jarðvinnu þessu tengt. Hækkun Bústaðavegar, malbikun og frágangur á um 200 m kafla.
  • Gerð nýrrar götu frá Bústaðavegi til norðurs, vestan við Sprengisand og hesthús.
  • Gerð göngu- og hjólreiðastígs frá Miklubraut, meðfram rampa að Reykjanesbraut, suður fyrir ofannefnd undirgöng. Gerð tengistíga. Malbika skal stíga og ganga frá umhverfi.
  • Færslu rampa lítillega til austurs.
  • Byggingu stoðveggja ásamt hljóðvörn. Gerð vegriða og handriða.
  • Flutningi rafstrengja, lögn götuljósastrengja, uppsetningu ljósastaura á stoðveggjun og meðfram stígum, Bústaðavegi og nýrri götu.
  • Lögn fráveitulagna, gerð „blágrænna ofanvatnslausna“, lögn neysluvatns- og hitaveitulagna, lögn raflagna og gatna- og stíglýsingar.
  • Lögn ljósleiðara.

Reykjavíkurborg og Veitur biðja ökumenn að sýna þolinmæði á meðan verkinu stendur og bíða þess að það verði glæsilegt og greiðfært fyrir alla þegar því lýkur.

Áætluð verklok: 01.08.2022

Verkefnastjóri Veitna: Hörður Jósef Harðarson

Verktaki: Jarðval

Umsjónarmaður framkvæmdar: Kristjón Jónsson