Fréttir og tilkynningar

Laugarbraut og Krókatún 09. júní 2021 - 31. ágúst 2021

Birt 08. júní 2021 | Póstnúmer: 300

Verkefnið: Akraneskaupstaður eru að hefja endurnýjun gangstétta við Laugarbraut og Krókatún og Veitur munu samhliða því endurnýja vatns- og raflagnir.

Áætlaður framkvæmdartími er til loka ágúst 2021.

Verkinu er skipt í 2 áfanga: Laugarbraut, 1.áfangi,  nær til 31. júlí 2021 og 2. áfangi, Krókatún frá 1.ágúst til 31. ágúst 2021.Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski. Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma.

Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni. Meðfylgjandi eru yfirlitsmyndir af framkvæmdasvæðinu.

Verkefnastjóri hjá Veitum er Sveinbjörn Hólmgeirsson.

Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað er Jón Ólafsson.

Tengiliður framkvæmdar er Bergsteinn Metúsalemsson bergsteinn@mannvit.is

Verktaki lagnavinnu er Þróttur ehf

Verktaki endurnýjun gangstétta er Skóflan hf.