Fréttir og tilkynningar

Litlahlíð 15. apríl 2021 - 30. nóvember 2021

Birt 29. mars 2021 | Póstnúmer: 105

Verkefnið: Samstarfsverkefni með Reykjavíkurborg og Vegagerðinni í endurnýjun göngu- og hjólastíga ásamt undirgöngum. Á þessum stöðum eru gamlar lagnir Veitna sem þörf er að endurnýja samhliða endurnýjun gangstéttanna. 

Framkvæmdin felur í sér breytingu/þrengingu á götum í Litluhlíð, gerð undirgangna undir Litluhlíð, göngu- og hjólastíg um undirgöng, stígtengingu og stofnlagnir vatns-, hita-, raf- og fráveitu. Einnig er gert ráð fyrir gróðursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga og í undirgöngum, umferðaljósum, skiltum og merkingum. Framkvæmdirnar fela í sér allt upprif á núverandi yfirborði þar sem breytingar verða, alla jarðvinnu og allan yfirborðsfrágang. Framkvæmdasvæðið mun ná fra gatnamótum Litluhlíðar og Bústaðavegar, norður að Eskitorgi.

Við Eskitorg þarf að þvera götuna vegna endurnýjunar á stofnlögnum hita- og vatnsveitu í hringtorginu sjálfu. Yfirborðsfrágangur tekur mið af því að yfirleggja núverandi malbik í Litluhlíð sem eftir verður við breytingarnar. Þessi framkvæmd er áframhald á verki frá síðasta ári, þar sem lagðar voru nýir göngu- og hjólastígar frá Veðurstofuvegi að Litluhlíð. 

2.jpg
 
Verkefnastjóri Veitna: Sigurborg Rútsdóttir
Tímaáætlun: Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir í apríl og að þeim ljúki í nóvember 2021
Verktaki: Háfell