Fréttir og tilkynningar

Skógarhverfi 3A 02. júní 2021 - 15. júní 2022

Birt 02. júní 2021 | Póstnúmer: 300

Verkefnið 

Veitur, Akraneskaupstaður, Míla og Gagnaveita Reykjavíkur eru að hefja gatnagerð og lagningu veitukerfa fyrir íbúðarlóðir í Skógarhverfi 3. áfanga skv. samþykktu deiliskipulagi.

Verkinu er skipt í 2 áfanga: 

1. áfangi nær til 30. nóvember 2021 og felst í að ljúka öllu þáttum verksins, fyrir utan eftirfarandi verkhluta: Hæðarsetning, burðarlag og malbikun á götum. Upphækkun og malbikun stíga. Frágangur og sáning.

2. áfanga sem er frá 1. apríl til 15. júní 2022 og felst í að ljúka verkinu.

Vegna framkvæmdanna má gera ráð fyrir aukinni umferð vinnuvéla og öðru raski.Viðeigandi merkingar verða settar upp á framkvæmdasvæðinu vegna lokana á verktíma. Íbúar mega búast við rekstrartruflunum í veitukerfum á verktíma og verða upplýstir um þær hverju sinni. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af framkvæmdasvæðinu.

skogarhverfi3a-01-01.jpg

Áætlaður framkvæmdartími er til 15. júní 2022.

Verkefnastjóri hjá Veitum: Helgi Helgason

Verkefnastjóri hjá Akraneskaupstað er Jón Ólafsson.

Tengiliður framkvæmdar er Bergsteinn Metúsalemsson bergsteinn@mannvit.is

Verktaki er Skóflan hf.