Frammistöðustjórnun

or_hagmal.jpg
  • Hjá fyrirtækinu starfar hæft og áhugasamt starfsfólk sem leggur sig fram um að ná árangri. 
  • Starfsfólki eru falin verkefni við hæfi þar sem styrkleikar  og frumkvæði hvers og eins fá að njóta sín.
  • Starfsfólk fá reglulega hreinskipta og uppbyggilega endurgjöf á frammistöðu sína.​​​

Stjórnendur Veitna eru meðvitaðir um mikilvægi þess að styðja við starfsmenn og hafa unnið stjórnendayfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir vilja sínum til að hafa í hávegum stjórnunarhætti sem styðja við að Veitur séu „Draumavinnustaður“.

Stjórnendayfirlýsing Veitna

Virðing: Við tökum á móti starfsfólki eins og þeir eru og virðum hvern og einn sem einstakling.

Upplýsingastreymi: Við gefum starfsfólki sannar og réttar upplýsingar, veitum meiri upplýsingar en nauðsynlegt er og hlustum með virkum og jákvæðum hætti á hugmyndir starfsfólks.

Frammistaða: Við höfum skýrar væntingar til starfsfólks, útskýrum mikilvægi allra starfa, leiðbeinum vel og bregðumst við ef frammistöðu er ábótavant.

Ábyrgð: Við sýnum gott fordæmi í eftirfylgni við reglur sem eru í gildi eru en tökum líka frumkvæði að því að fá reglum breytt þegar við á.

Starfsþróun: Við erum vakandi fyrir ólíkum þörfum starfsfólks fyrir tilbreytingu, erum opin fyrir nýrri vitneskju og styðjum frumkvæði frá starfsfólki í þá veru.

Talsmaður: við vitum hvað fyrirtæki stendur fyrir og getum útskýrt það fyrir starfsfólki og samfélaginu í samræmi við þjónustuáherslur og rétta ímynd fyrirtækisins.