Breytingar á umferð um Reykjanesbraut

24. júlí 2019 - 11:02

Miðvikudagskvöldið 24. júlí og fram á aðfararnótt fimmtudags verður umferð á Reykjanesbraut norðan Sprengisands færð yfir á bráðabirgðaveg vestan við Reykjanesbrautina. Búast má við einhverjum töfum á meðan umferð er færð yfir á bráðabirgðaveg. Engar lokanir verða en hámarkshraði lækkaður frekar meðan á breytingunum stendur.

Framkvæmdirnar eru liður í endurnýjun lagna allra veitukerfa, þ.e. fráveitulagna, kaldavatnslagna, hitaveitulagna og raflagna Veitna og fjarskiptalagna Gagnaveitu Reykjavíkur og Mílu, frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdalinn og upp með Rafstöðvarvegi.

Byrjað verður á að færa akreinar sem fara til suðurs á bráðabirgðaveg og akreinar til norðurs færðar í framhaldinu.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.