Breytingum á afsláttarkjörum frestað

02. janúar 2020 - 16:39

Stjórn Veitna hefur ákveðið að fresta gildistöku breytinga á afsláttarkjörum viðskiptavina Veitna vegna kaupa á heitu og köldu vatni. 

Þau fyrirtæki og stofnanir sem breytingin hefði haft áhrif á fengu tilkynningu þess efnis í upphafi árs 2019 og var þeim gefin aðlögunartími til 1. janúar 2020. Í millitíðinni náðist víðtæk sátt á vinnumarkaði með svokölluðum lífskjarasamningi. Í kjölfarið gaf Samband íslenskra sveitafélaga út yfirlýsingu þar sem mælst var til þess við sveitafélög að þau hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% á árinu 2020. 

Í ljósi þess að einstaka viðskiptavinir hefðu þurft að taka á sig hækkanir umfram framangreind viðmið og með tilliti til þeirrar samfélagslegu ábyrgðar sem Veitur bera þótti stjórn fyrirtækisins rétt að fresta umræddum breytingum á afsláttarkjörum til 1.janúar 2021.