Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla

08. janúar 2019 - 10:58

Gefin hefur verið út skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur. Í henni er að finna upplýsingar um fugla og spendýr er sjást á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni. 

Höfundur skýrslunnar er Hafsteinn Björgvinsson og er þetta 23. útgáfa hennar. Tilgangur útgáfunnar er að fylgjast með þeim fjölda fugla og spendýra, og flækingum, sem sjást á þessum svæðum. Heiðmörkin er vatnsverndarsvæði og því eðlilegt að skráning á dýralífi sé til staðar og sem mestar upplýsingar fáanlegar um fjölda og tegundir sem þar þrífast.

Frá því Hafsteinn hóf fyrst störf við vatnsbólin í Heiðmörk 1984 hafa orðið mikil umskipti á fjölda ýmissa tegunda og nokkrar nýjar tegundir hafið búsetu þar eða viðdvöl. Ýmsar framkvæmdir hafa einnig orðið til þess að fuglar hafa fært varpstöðvar sínar eða horfið af svæðunum.

Skýrsluna prýðir fjöldi mynda sem flestar eru teknar af höfundi hennar. Meðfylgjandi mynd er af Glókolli. 

Skýrslan á PDF formi: