Lokað fyrir heitt vatn í Árbæ, Kvíslum og Hálsum

30. ágúst 2019 - 16:36

Vegna endurnýjunar og stækkunar stofnæðar hitaveitu verður lokað fyrir heitt vatn í Árbæ, Kvíslum og Hálsum miðvikudaginn 4. september kl. 07:00-21:00. Í framtíðarskipulagi hitaveitu Veitna er heitu vatni frá virkjunum ætlað stærra hlutverk og í bígerð er að færa Árbæinn og Úlfarsárdalinn á virkjanavatn til frambúðar en þessi hverfi hafa hingað til að mestu fengið heitt vatn úr borholum í Reykjavík og Mosfellsbæ. Framkvæmdir þessar eru liður í þeim breytingum. Þrátt fyrir að lokunin sé nokkuð umfangsmikil verður Árbæjarlaug opin á meðan á henni stendur.

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar - alltaf, og reynum að koma upplýsingum um þjónustubrest eins og rafmagnsleysi eða vatnsskort vegna viðhalds til þeirra. Því eru send sms skilaboð og/eða tölvupóstur á íbúa. Lokanir koma því þeim sem skilaboðin fá ekki á óvart. Þeir sem óska þess að fá slíkar tilkynningar geta skráð farsímanúmer og netfang undir "Stillingar" á Mínum síðum Veitna. Við hvetjum sem flesta til að gera það.  

Á Mínum síðum geta notendur einnig fylgst með notkun sinni á heitu vatni og rafmagni og borið saman við meðalnotkun annarra notenda í sambærilegu húsnæði og skráð inn álestra af hitaveitu- og rafmagnsmælum.

Við bendum íbúum á þessu svæði á að loka gluggum og hafa dyr ekki opnar lengur en þörf krefur svo ekki kólni inni og að gæta þess að skrúfað sé fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi þegar heita vatnið kemst aftur á.