Lokun á Akrafjallsvegi þriðjudag til fimmtudags

03. september 2019 - 09:36

Þriðjudaginn 3. september klukkan 20:00 verður Akrafjallsvegi lokað norðan Akrafjalls vegna vinnu á endurnýjun aðveitu hitaveitu frá Deildartungu. Umferð verður beint suður með Akrafjalli á meðan framkvæmdir standa yfir.

Gert er ráð fyrir að vinna hefjist 3. september kl: 20:00 og ljúki 5. september kl 16:00.