Nemar Tækniskólans í verklegu námi í Elliðaárdal

12. mars 2018 - 08:37

Nú á dögunum tók starfsfólk Veitna á móti 15 nemum í rafveituvirkjun í verklegt nám. Er það liður í samstarfi við Tækniskólann sem nú er til reynslu. Veitur útvega aðstöðu og fjóra starfsmenn en nemunum fylgja einnig kennarar þeirra úr Tækniskólanum. 

Kennslan fer fram í aðveitustöð og turninum í Elliðaárdalnum. Þar er loftlínustaur til staðar en að auki hefur verið komið upp helstu hlutum lítillar veitu, þ.m.t. háspennuskáp, þurrspenni og lágspenniskáp. 

Turninn var áður nýttur til að taka upp spenna en þar sem þeir innihalda olíu og turninn er á vatnsverndarsvæði var því hætt. Hann hefur undanfarið verið notaður til æfinga í félaga- og fallvarnabjörgunaræfingum enda mikil lofthæð hentug til slíkra æfinga.