Nýir spennar í aðveitustöð A1 við Barónsstíg

14. júní 2017 - 10:50

Vegna aukins álags á rafdreifikerfið í miðborginni er unnið að því að auka spennaafl í aðveitustöð A1 við Barónsstíg (við hliðina á Sundhöll Reykjavíkur). Aðveitustöðin er ein af lykil aðveitustöðvum Veitna og þjónar m.a. miðbæjarsvæði Reykjavíkur. Settir verða upp tveir 40 MVA aflspennar í staðinn fyrir tvo 25 MVA spenna. Nýir spennar voru keyptir af spennaframleiðandanum Koncar í Króatíu eftir opið útboð og eins og sjá má á myndinni eru þeir engin smásmíði, vega hvor um sig um 70 tonn. Auk nýrra spenna verður sett upp 12 kV 2500 A RITZ skinnukerfi sem er nýtt í aðveitustöðvum. Að uppsetningu spenna og straumskinna koma, auk starfsmanna Veitna, sérfræðingar frá Koncar og Maschinenfabrik Reinhausen, Orkuvirki og RST-Neti. 
Gert er ráð fyrir að verkinu verði lokið 1. ágúst 2017.