Nýjar veitulagnir undir Reykjanesbraut

08. júlí 2019 - 14:51

Í þessari viku munu Veitur hefja framkvæmdir við nýjar veitulagnir undir Reykjanesbraut við Sprengisand. Reynt verður að halda truflunum á umferð í lágmarki og búið er að leggja bráðabirgðavegi svo hægt sé að halda öllum akreinum opnum á meðan á framkvæmdunum stendur.
  
Þriðjudagskvöldið 9. júlí, og miðvikudagskvöldið 10. júlí (ef þörf krefur), verður umferð á Reykjanesbraut, norðan Sprengisands, færð yfir á bráðabirgðaveg og hámarkshraði lækkaður í gegnum framkvæmdasvæðið. Búast má við einhverjum töfum á umferð á meðan á þeirri vinnu stendur. Að því loknu verður hafist handa við að þvera þá akrein Reykjanesbrautarinnar sem liggur til norðurs og gera áætlanir ráð fyrir að sú vinna taki um þrjár vikur. Þá hefst vinna við lagnir undir akreinina til suðurs og gera má ráð fyrir að hún standi yfir í aðrar þrjár vikur. 

Framkvæmdir þessar eru liður í endurnýjun allra lagna veitukerfanna, þ.e. fráveitulagna, kaldavatnslagna, hitaveitulagna, raflagna og fjarskiptalagna Ljósleiðarans og Mílu, frá Reykjanesbraut við Sprengisand í gegnum Elliðaárdalinn og upp með Rafstöðvarvegi. Um er að ræða fjóra fyrstu áfanga þessa stóra verks og eru áætluð verklok þeirra í nóvember 2019. 

Eins og fyrr segir verður öllum akreinum haldið opnum á meðan á framkvæmdum stendur. Þrátt fyrir það má búast við að umferð gangi hægar en venja er. 

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.