Opnað fyrir umferð um hringtorgið á Bæjarhálsi

27. september 2019 - 15:01

Nú hefur verið opnað fyrir umferð um hringtorgið á Bæjarhálsinum. En til að halda áfram með verkið þurfum við að loka fyrir umferð í aðra áttina, frá vestri til austurs, um Bæjarháls, milli Bæjarbrautar og Stuðlaháls.

Hjáleið um Lyngháls og Tunguháls verður vel merkt, hana má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Vinsamlegast nýtið merkta hjáleið svo umferð í íbúðahverfinu aukist ekki. Við vonum að óþægindin sem þetta skapar verði sem minnst.