Raforkunotkun minnkar milli ára

13. mars 2017 - 13:02

Raforkunotkun á Íslandi árið 2016 minnkaði um 1,3% frá fyrra ári þrátt fyrir hagvöxt og uppgang í atvinnulífinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkuspárnefnd.  Almenn notkun dróst mest saman, eða um 4,2% og stafar það einkum af góðu tíðarfari, minni loðnuafla og að afhending orku til gagnavers fluttist frá dreifikerfi yfir til flutningskerfis um mitt ár 2016. 

Stórnotkun minnkaði um 0,5% og töp við flutning orkunnar um 3,1%.

Samdrátturinn kemur fram hjá fimm af sex dreifiveitum landsins þar sem rafmagnskynding er útbreiddari og fiskimjölsverksmiðjur vega þyngra í notkuninni. Veitur skera sig úr en rafveita Veitna var sú eina sem var með aukningu á milli áranna 2015 og 2016. 

Um 77% raforku sem framleidd er hér á landi fer til stórnotenda en 18% til dreifiveitna sem dreifa rafmagni til almennra notenda.

Fréttatilkynningin frá 10. mars í heild sinni