Snorrabraut lokuð umferð á fimmtudag og föstudag

31. júlí 2019 - 10:18

Fimmtudaginn 1. ágúst, þarf að loka tímabundið fyrir umferð um Snorrabraut milli Flókagötu og Bergþórugötu. Lokunin mun vara frá klukkan 8:00 á fimmtudagsmorgni til klukkan 19:00 föstudagskvöldið, 2. ágúst.

Unnið er að endurnýjun hitaveitu, rafveitu, ljósleiðara og götulýsingar. Grafið verður í gangstétt og að hluta í akbraut. Berg Verktakar annast framkvæmdina fyrir Veitur.

Ekki er gert ráð fyrir að þessi framkvæmd hafi áhrif á þjónustu Veitna á svæðinu. Samhliða er þó unnið við heimlagnir á svæðinu og getur sú vinna valdið truflunum og verður viðkomandi íbúum gert viðvart komi til þessa.

Umferð er vísað með merkingum um hjáleiðir meðan lokun varir. Umferð  suður Snorrabraut er beint á hjáleiðir um Bergþórugötu, Barónsstíg og Egilsgötu. Umferð norður Snorrabraut mun hins vegar fara hjáleið um Flókagötu, Rauðarárstíg og Grettisgötu.

Hjáleið fyrir gangandi vegfarendur er merkt sérstaklega á svæðinu.

Umsjónarmaður með verkinu er Kristjón Jónsson hjá Hnit, verkfræðistofu, 5700500.