Starfsfólk safnaði fyrir vatnsveitu í Sýrlandi

29. mars 2017 - 11:32

Starfsfólk Veitna afhenti UNICEF í gær afrakstur söfnunargöngu starfsfólks OR samstæðunnar á Bæjarhálsi. Heildarupphæðin var 227.000 krónur og mun UNICEF koma peningnum til Aleppo í Sýrlandi þar sem hann verður notaður til að byggja upp vatnsveitu. Gangan var hluti af árvekniátaki Veitna meðal starfsfólks í tilefni af alþjóðlegum degi vatnsins. 

Genginn var svokallaður stífluhringur í Elliðaárdal og er sá hringur c.a. 4 km sem er svipuð vegalengd og margir þurfa að ganga daglega eftir neysluvatni og minnir það á að gott aðgengi að hreinu neysluvatni er ekki sjálfgefið. 

Á myndinni eru Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi, Hlín Benediktsdóttir og Olgeir Örlygsson.