Stelpur úr 9. bekk kynntu sér tækni hjá Veitum

07. maí 2018 - 10:11

Á dögunum fengu Veitur góða heimsókn stelpna úr 9. bekk grunnskóla sem vildu kynna sér starfsemina. Heimsóknin var hluti af verkefnnu Stelpur og tækni þar sem Háskólinn í Reykjavík, ásamt Ský og Samtökum iðnaðarins, hvetur konur til náms í tæknigreinum. Markmiðið er að vekja áhuga þeirra á ýmsum möguleikum í tækninámi og störfum, brjóta niður staðalímyndir og sýna þeim fjölbreytileikann sem einkennir tækniiðnaðinn. Eftir að hafa sótt vinnusmiðjur í HR heimsóttu stúlkurnar ýmis tæknifyrirtæki þar sem þær fengu innsýn í starfsemina og þau tækifæri sem stelpum bjóðast á vinnumarkaði að loknu tækninámi. Um 40 stelpur komu til okkar og reyndu sig við skemmtileg verkefni á verkstæði Veitna. 

Stelpur og tækni, eða „Girls in ICT Day“ er haldinn víða um Evrópu í apríl á hverju ári og er styrktur af ITU (International Telecommunication Union) og Evrópusambandinu í tengslum við Digital Agenda-áætlunina. HR hefur haldið utan um daginn hér á landi frá upphafi.

Mynd: Einar Örn Jónsson.