Stór bilun í hitaveitu í Kópavogi

02. mars 2019 - 09:43

Í nótt brast stofnæð hitaveitu rétt við gatnamót Fífuhvammsvegar og Smárahvammsvegar með þeim afleiðingum að stór hluti bæjarins er heitavatnslaus, þ.e. allt póstnúmer 200 og Smárahverfi i póstnúmeri 201. Veitum barst tilkynning um lekann á .þriðja timanum i nótt frá lögreglunni sem varð vör við að heitt vatn flæddi upp á yfirborð. Mikill vatnsflaumur hefur tafið vinu við að staðsetja bilunina nákvæmlega því allt sem er grafið upp fyllist strax af vatni. Gert er ráð fyrir að viðgerð standi fram eftir degi. 

Það er lán i óláni að veður á höfuðborgarsvæðinu er nokkuð milt í dag en við bendum fólki á að hafa glugga lokaða og útidyr ekki opnar lengur en þörf krefur til að koma í veg fyrir að það kólni og að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 

Frekari upplýsingar af framvindu mála má finna undir appelsínugula borðanum efst hér á heimasíðu Veitna.

Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa.