Team Veitur í toppformi

26. júní 2018 - 14:30

Team Veitur er harðsnúið lið starfsfólks Veitna sem tekur þátt í WOW Cyclothon í ár. Stífar æfingar hafa staðið yfir undanfarnar vikur og mánuði og eru starfsmennirnir nú í toppformi til að takast á við þessa miklu áskorun. Hluti liðsins er með góða reynslu í farteskinu eftir þátttöku í keppninni fyrra en aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í hjólreiðakeppni og vita lítið hvað bíður þeirra í þessari ævintýraferð. Markmiðið liðsins í ár er að gera betur en í fyrra þegar liðið fór hringinn á 43 klst. og 55 mínútum. Aðalatriðið er þó fyrst og fremst að komast heil heim með bros á vör. 

WOW Cyclothon er stærsti hjólreiðaviðburður Íslands, hvort sem um er að ræða fjölda þátttakenda eða hjólaða vegalengd. Keppnin hefur verið haldin í júní ár hvert síðan 2012. Hjólaðir eru 1358 km sem ljúka skal innan 72ja stunda. Hjólað er af fullum krafti allan sólarhringinn eða þar til komið er í mark. 

WOW Cyclothon er ekki einungis keppni um að komast í mark á sem stystum tíma heldur er það stór fjáröflun fyrir góðgerðarfélag sem aðstandendur keppninnar velja ár hvert. Liðin safna áheitum frá vinum, vinnufélögum og vandamönnum sem í ár renna til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 

Til að heita á Team Veitur þarf aðeins að senda sms skilaboð með númerinu 3063, sem er liðsnúmerið, í eftirfarandi símanúmer:
901-5001 - 1.000 kr.
901-5002 – 2.000 kr.
901-5005 – 5.000 kr.
901-5010 – 10.000 kr.

Team Veitur skipa:
Ársæll Freyr Hjálmsson 
Aníta Hlín Guðnadóttir
Eyþór Fannar Valgeirsson
Guðmundur Óli Gunnarsson
Björn Friðriksson
Hörður Jósef Harðarson
Magnús Jónsson
Sigurbjörn Orri Úlfarsson
Haukur Þorvaldsson
Vilhjálmur Halldórsson