Vatnslögn endurnýjuð í Ármúla

26. júlí 2018 - 13:28

Veitur og Reykjavíkurborg eru nú að hefja framkvæmdir í Ármúla, spottanum á milli Háaleitisbrautar og Hallarmúla. Reykjavíkurborg mun endurnýja gangstétt og götulýsingu og Veitur samnýta þann uppgröft sem þarf að eiga sér stað og endurnýja hitaveitulagnir. Lagnirnar eru komnar til ára sinna en þær hafa legið í jörð frá árinu 1967.  

Á meðan á framkvæmdunum stendur verður austari akrein Ármúla 2-6, akstursstefna frá Háaleitisbraut að Hallarmúla, lokuð fyrir akandi umferð. Merkingar með hjáleiðum hafa verið settar upp. Gert er ráð fyrir verklokum 20. ágúst.