Við höldum alltaf upp á Dag vatnsins

17. mars 2016 - 14:00

Stærsta ábyrgð sem við hjá Veitum berum er að gæta vatnsbólanna sem okkur er trúað fyrir, nýta þau með sjálfbærum hætti og koma þessari lífsnauðsyn heim í öll hús. Nægt hreint vatn handa öllum, núna og um alla framtíð, er okkar markmið.

22. mars er alþjóðlegur dagur vatnsins. Það er kjörið tilefni til að hugleiða það undur sem vatnið er.

Invalid Scald ID.

Vatnsveita á höfuðborgarsvæðinu

Invalid Scald ID.

Vatnsnotkun í atvinnurekstri

Hér á vefnum og á Fésbókarsíðunni okkar er að finna fjölbreyttan fróðleik um vatnsbólin, vatnsvernd, vatnsveituna og vatnið sjálft. Fylgist með umfjöllun okkar um vatn á næstu dögum.

Í Fréttablaðinu og á Vísi birtist 18. mars grein, eftir Hólmfríði Sigurðardóttur umhverfisstjóra OR, um verndun vatnsbólanna.

"Verndarsvæði neysluvatns fyrir meira en helming landsmanna var endur­skilgreint af öllum sveitar­stjórnum á höfuðborgarsvæðinu í fyrra að undangengnum nákvæmari rannsóknum en áður höfðu verið gerðar. Í ljósi þessa nýja vatnsverndarskipulags hljótum við að vega og meta þau umsvif sem leyfð hafa verið í gegnum tíðina, þar á meðal byggðina."

Í sömu miðlum birtist grein eftir Eirík Hjálmarsson upplýsingafulltrúa um vatn og atvinnulíf

"Þegar við sjáum Ísland auglýst sem hreint og tært vísar það vitaskuld til þeirrar hreinu orku sem við notum en kannski ennþá frekar til vatnsins. Þannig er hreint vatn hluti þeirrar ímyndar sem reynist ferðaþjónustunni vel til að markaðssetja ferðalög til Íslands og er hreint vatn þar með ein undirstaða vinnu stöðugt fleiri landsmanna."

Aðrir áhugaverðir tenglar um vatnið eru Vatnsveita Veitna og World Water Day.