Viðgerð í Ánanaustum - óhreinsað skólp í sjó

13. maí 2019 - 15:53

Á morgun, þriðjudaginn 14. maí, þarf að fara í viðgerð á biluðu útrásarröri í hreinsistöðinni í Ánanaustum. Til að takmarka rennsli að stöðinni þarf að stöðva skólpdælur í Faxaskjóli og Boðagranda og verður skólpi dælt óhreinsuðu í sjó á meðan. Það  á einnig við um það skólp sem berst í stöðina við Ánanaust.

Áætlað er að vinna standi yfir milli kl. 8 og 20.