Viðgerð í dælustöð við Faxaskjól haldið áfram

17. júlí 2017 - 13:34

Á morgun, þriðjudaginn 18. júlí 2017, munu Veitur halda áfram viðgerð á neyðarloku í dælustöð við Faxaskjól. Því þarf að opna neyðarlúgur í dælustöðvum við Skeljanes og Faxaskjól og hleypa óhreinsuðu skólpi í sjóinn. 

Viðgerðin hefst klukkan 08:00 og er gert að ráð fyrir að stillingar og prófanir standi yfir til miðnættis. 

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur hefur verið tilkynnt um framkvæmdina. 

Við ráðleggjum fólki að fara ekki í fjöruna eða sjóinn nálægt dælustöðvunum. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá staðsetningu dælustöðvanna við Skeljanes og Faxaskjól.