Rafmagnið í sviðsljósinu

22. janúar 2016 - 15:25

Rafmagnið er á meðal mikilvægustu þátta daglegs lífs. Við á norðlægum slóðum kunnum hvað best að meta það á dimmum og köldum vetrum. 23. janúar, er á Norðurlöndum og raunar víðar í Evrópu haldið upp á árlegan rafmagnsdag þegar sjónum er beint að því sem rafmagnið, þessi ósýnilega nauðsynjavara, hefur gert okkur mögulegt.

Álagningarseðlar vatns- og fráveitugjalda Veitna sendir út rafrænt í ár

15. janúar 2016 - 13:52

Nú í ár verður sú nýbreytni að langflestir álagningarseðlar vegna vatns- og fráveitugjalda eru eingöngu gefnir út á rafrænu formi og birtast hér á Mínum síðum. Aðeins þeir viðskiptavinir sem eru 67 ára og eldri munu fá seðilinn sendan í bréfpósti. Á næstu árum verður bréfasendingum með álagningarseðlum alveg hætt. Greiðslum er dreift á níu mánuði ársins, þar sem engin greiðsla er í janúar, nóvember og desember.

Metár í heitavatnsnotkun

15. janúar 2016 - 13:44

Árið 2015 var metár í vatnsnotkun hjá hitaveitu Veitna á Höfuðborgarsvæðinu. Heildarnotkunin var tæplega 83 milljónir rúmmetra. Það er um 10% meira en 2014 og 4% meira en en á síðasta metári, 2013. Aukningin milli áranna 2014 og 2015 er sú mesta sem sést hefur frá aldamótum, að minnsta kosti. Sívaxandi hluti vatnsins kemur frá virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu; Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun.

Tímabundinn afsláttur af fráveitugjöldum í Borgarbyggð fellur niður

12. janúar 2016 - 16:23

Nú um áramótin fellur niður um 30% afsláttur sem viðskiptavinir fráveitu Veitna í Borgarbyggð hafa notið frá árinu 2011. Afslátturinn var veittur tímabundið, meðan á frestun fráveituframkvæmda í sveitarfélaginu stóð. Þær hófust að nýju á síðasta ári og á að ljúka fyrir árslok 2016.