Gæðastefna
Stefna Veitna er að mæta þörfum viðskiptavina með því að miðla vörum og góðri þjónustu með hagkvæmum og öruggum hætti.
Stöðugar umbætur, flæði ferla og lífsferilshugsun liggja til grundvallar í allri starfseminni. Lífsferilshugsun felur í sér að vinna með hliðsjón af öryggi, hagkvæmni, vistspori og förgun á líftíma. (Hagsýni, framsýni)
Starfsfólk kemur fram af virðingu og jákvæðni við hvert annað, viðskiptavini og hagsmunaaðila. (Heiðarleiki, framsýni).
Stjórnendur styðja starfsfólk til árangurs. (Hagsýni, framsýni).
Gæðastefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og sett fram til samræmis við eigendastefnu OR.
[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi í janúar 2020]