Hugtök

Helstu hugtök tengd rafbílum.

Image alt text

Rafmagnshugtök

Volt (V): Spenna.

Amper (A): Straumur. Hefðbundinn tengill er 10A-16A.

AC: Riðstraumur/Riðspenna. Rafmagn í húsum er AC.

DC: Jafnstraumur/Jafnspenna. DC er í rafhlöðum, rafgeymum og rafmagnsbílum.

Watt (W) eða Kílówatt (kW): Afl. Oft notað yfir stærð hleðslustöðva rafbíla.

Kílówattstund (kWh): Orka. Samanlögð aflnotkun yfir klukkutíma. Notað til raforkumælinga heimila, einnig notað yfir stærð rafhlaðna rafbíla.

Tengi rafbíla

Type 1

Einfasa tengi og ræður við hleðslu allt að 7,3 kW (230 V, 32A). Type 1 tengi koma aðallega í bílum frá Asíu.

type 1 100px

Type 2

Þriggja fasa tengi og er staðlað tengi fyrir Evrópu. Tengið ræður við almennt við 43 kW hleðslu, þó er algengt að hámark fyrir heimahleðslu sé 22 kW. Margar almennings hleðslustöðvar koma með Type 2 innstungu sem allir Mode 3 hleðslu kaplar geta notað.

type 2 100px

CCS

Staðlað hraðhleðslutengi fyrir Evrópumarkað og er bætt útgáfa af Type 2 tenginu, með tvo auka tengipunkta fyrir hraðhleðslu.

ccs 100px

CHAdeMO

Hraðhleðslu tengi og kemur aðallega í bílum frá Asíu.

chademo 100px

Hleðsluaðferðir

Hleðsluaðferð 1

Hleðsluaðferð sem ekki er notuð fyrir rafbíla.

Hleðsluaðferð 2

Hleðsluaðferð 2 (neyðarhleðsla) notast við venjulegar rafmagnsinnstungur og hleðslukapal (hleðslutæki) sem yfirleitt fylgir bílum frá framleiðanda. Hleðsluaðferð 2 gerir það kleift að hlaða rafbíla úr venjulegri rafmagnsinnstungu. Hleðsluaðferð 2 skal einungis nota í neyð þegar ekki er aðgangur að fasttengdri hleðslustöð eða hraðhleðslu. Ekki nota hleðsluaðferð 2 að staðaldri.

Hleðsluaðferð 3

Hleðslustöðin er fasttengd með áföstum hleðslukapli eða með tengi fyrir lausan hleðslukapal. Hleðslustöðin er ýmist fest á vegg eða staur og býður upp á hraðvirkari hleðslu. Hleðsla rafbíla krefst mikils afls og oft yfir langan tíma. Fasttengd hleðslustöð er því öruggasta leiðin við hleðslu raf- og tengiltvinnbíla þar sem hægt er að tryggja að raflagnir uppfylli kröfur um afl og að tengingar séu góðar. Einnig er ekki möguleiki á að rjúfa hleðslu undir álagi.

Hleðsluaðferð 4

DC hraðhleðsla úr sérhæfðri hraðhleðslustöð. Kapall er áfastur hleðslustöð og hleðsla fer beint inn á rafhlöður bílsins.

Hvernig getum við aðstoðað þig?