Innkaupastefna
Það er stefna Veitna að:
- Beita opnum útboðum við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum. Í útboðum verði tekið tillit til sjálfbærnisjónarmiða og að hagstæðasta tilboði sé tekið. Að öðrum kosti skal beita öðrum innkaupaaðferðum í samræmi við gildandi lög og reglur.
- Innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar og gagnsæjar.
- Gæta jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni við öll innkaup.
- Við innkaup og rekstur samninga skuli taka tillit til sjálfbærnisjónarmiða s.s. gæða-, heilbrigðis-, mannréttinda-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða.
Innkaupastefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðu OR.
[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi Veitna 20.05.2020]