Jafnréttisstefna

Starfsfólk Veitna við rafmagnsbíl

Jafnréttisstefna Veitna byggir á gildum og heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins. Stefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir alla starfsmenn. Veitur leggja mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni.

Jafnréttisstefna Veitna miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar án tillits til kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.