Kraftur, eldmóður og hellingur af hæfileikum

Það er mikið um að vera hjá Veitum og því viljum við bæta í hópinn.

Árleg vinnustaðakönnun sýnir að hjá okkur er frábær starfsandi, mikil ánægja með stjórnendur og allur aðbúnaður fyrsta flokks.

Öflugir stjórnendur

Verkstjóri rafdreifikerfis
Verkstjórinn leiðir hóp rafiðnaðarmanna sem sinnir viðhaldi og bregst við bilunum auk þess að taka þátt í nýframkvæmdum við rafdreifikerfi höfuðborgarsvæðisins.

Verkstjóri vatnskerfa með áherslu á hitaveitu
Verkstjórinn leiðir hóp iðnaðarmanna sem sinnir viðhaldi og bregst við bilunum auk þess að taka þátt í nýframkvæmdum við hitaveitukerfi höfuðborgarsvæðisins.

Verkstjóri vatnskerfa með áherslu á vatnsveitu
Verkstjórinn leiðir hóp iðnaðarmanna sem sinnir viðhaldi og bregst við bilunum auk þess að taka þátt í nýframkvæmdum við vatnsveitukerfi höfuðborgarsvæðisins.

Verkstjóri vatnsöflunar og miðlunar
Verkstjórinn leiðir hóp vélfræðinga og rafvirkja sem sinnir viðhaldi, eftirliti og daglegum rekstri borhola, dælustöðva, tanka og stofnæða vatns- og hitaveitu höfuðborgarsvæðisins.

Teymisstjóri fageftirlits
Teymisstjóri fageftirlits tekur þátt í störfum og leiðir hóp starfsmanna sem hefur eftirlit með framkvæmdaverkum. Hann tekur þátt í eftirliti með framkvæmdum í rafdreifikerfi, framkvæmir öryggis- og lokaúttektir og er verktökum til ráðgjafar.

Eldklárir sérfræðingar

Tæknistjóri vatnsveitu
Tæknistjóri vatnsveitu er lykilaðili í uppbyggingu stærstu vatnsveitu landsins. Hann gerir fjárfestingaráætlanir til lengri og skemmri tíma og leiðir samningagerð við hagsmunaaðila. Hann setur af stað og undirbýr verkefni, er bakhjarl verkefnastjóra og einn af lykilaðilum í öflugu verkefnateymi.

Rafmagnshönnuður
Öflugir hönnuðir eru lykilaðilar í undirbúningi verka. Við leggjum mikla áherslu á að hönnuður horfi fram á veginn og hugi að öryggismálum í allri hönnun til að fólk geti unnið á öruggan hátt bæði á framkvæmda- og rekstrartíma.

Verkefnastjóri
Framkvæmdaverkefni Veitna eru fjölbreytt og krefjandi. Við leitum að öflugum einstaklingi í verkefnastjórateymið okkar. Mikil áhersla er lögð á fagmennsku og að verkefnastjórar afli sér alþjóðlegrar verkefnastjórnunarvottunar.

Smellið á starfsheiti til að sækja um viðkomandi starf.

Umsóknarfrestur er til 20. febrúar.

Upplýsingar um sumarstörf hjá Veitum.