Nýir orkumælar

Kamstrup hitaveitumælir - upphafsskjámynd

Hér má sjá nýja tegund af hitaveitu- og vatnsrennslismælum sem smátt og smátt munu leysa eldri mæla af hólmi. Þessir mælar endast lengur og bjóða upp á fleiri möguleika en þeir gömlu.

Upphafsskjámynd mælisins sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.

Kamstrup hitaveitumælir - mældir rúmmetrar (m3)

Til að lesa af mælinum þarf að fletta einu sinni til hægri (sjá rauðan hring), en þá birtist rúmmetrafjöldinn (m3) sem er magn þess vatns sem hefur runnið í gegn. Það er sú tala sem við notum til að reikningsfæra notkunina. Ef haldið er áfram að fletta má einnig sjá hitastig vatnsins.

Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn. Ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).