Mælar og álestrar

Spurt og svarað um mæla, álestur á mælum, mælaskipti og annað tengt mælum.

Mælar og álestrar

Hvernig skila ég álestri?

Leiðbeiningar um hvernig lesa á af mæli og skila álestri.

Hvernig lesa á af mæli

Hvernig skila á álestri á vef

Rafmagnsmælir

Hér má sjá tvær algengar tegundir rafmagnsmæla. Staða mælisins er gefin upp í kWh sem er kílóvattstundir. Athugið að stundum er aukastafur. Þegar álestri er skilað þarf einnig að hafa mælisnúmerið við hendina.

Hitaveitumælir

Hitaveitumælir er staðsettur á hitaveitugrind. Hann er hringlaga eins og sést á myndinni. Staða mælisins er gefin upp í m3 eða rúmmetrum. Númer mælisins er oftast á strikamerki í lokinu eða utan á hringnum.

Hér má sjá nýja tegund af hitaveitu- og vatnsrennslismælum sem smátt og smátt munu leysa eldri mæla af hólmi. Þessir mælar eru nákvæmari og bjóða upp á fleiri möguleika en þeir gömlu.

Upphafsskjámynd mælisins sýnir kWh (kílóvattstundir) en þá er búið að reikna út orkuígildi vatnsins.

Til að lesa af mælinum þarf að fletta einu sinni til hægri (sjá rauðan hring), en þá birtist rúmmetrafjöldinn (m3) sem er magn þess vatns sem hefur runnið í gegn. Það er sú tala sem við notum til að reikningsfæra notkunina. Ef haldið er áfram að fletta má einnig sjá hitastig vatnsins.

Hægt er að fara til baka með því að ýta á vinstri örvarhnappinn. Ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur fer hann aftur í upphafsstöðuna sem sýnir orkuígildið (kWh).

Ítarlegri leiðbeiningar fyrir Kamstrup mælinn (á ensku)

Hvenær er lesið af?

Venjulega er lesið af mæli við uppgjör einu sinni á ári og er það misjafnt eftir svæðum á hvaða tíma árs lesið er af. Við flutning þarf einnig að skila álestri. Þegar mælar eru endurnýjaðir, sem þarf að gera reglulega, þarf alltaf að lesa af og gera uppgjörsreikning.

Sameiginlegir mælar í fjölbýlishúsum

Ef sameiginlegir mælar í fjölbýlishúsi eru skráðir á einstakling er Veitum heimilt að gera húsfélagið ábyrgt fyrir notkuninni eða þá einstaklinga sem notið hafa hennar, eftir því sem við á. Til að hægt sé að skrá húsfélag fyrir notkun þarf okkur að berast beiðni þar um frá þeim aðila sem skráður er fyrir henni.

Álestraform - Leiðbeiningar

Skref 1 - Grunnupplýsingar

Skref 2 - álestur

Skref 3 - Samskiptaupplýsingar

Skref 4 - Senda álestur

Viltu vita meira?

Ef þú hefur einhverjar spurningar, endilega hafðu samband.