Heitavatnsnotkun í hámarki – dregur úr í kvöld

02. February 2019 - 11:48

Aldrei áður hefur verið notað meira af heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu en sl. sólarhring. Síðustu klukkustundina var metrennsli þegar íbúar og fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu nýttu tæplega 17.000 rúmmetra af heitu vatni og met fyrir meðalrennsli á sólarhring hefur einnig verið slegið. í dag lítur út fyrir að hægur vöxtur verði á notkun fram eftir degi en síðan dragi jafnt og þétt úr. Enn sem komið er hefur ekki þurft að takmarka afhendingu heits vatns til stórra notenda á höfuðborgarsvæðinu.