Spurt & svarað um kuldakast

Af hverju er nauðsynlegt að óska eftir því að fólk fari sparlega með heita vatnið?

Í ár höfum við séð 11% aukningu í notkun milli ára sem er langt umfram það sem búist var við og það gæti farið svo að hitaveitan fari að þolmörkum í þessu kuldakasti. Til minnka líkur á að það þurfi að skammta heitt vatn biðjum við fólk að fara vel með það.  

Síðustu 10 ár hefur aukningin á milli ára í notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu verið 2%  að meðaltali.  Við höfum leitað skýringa á því hvers vegna við erum að sjá 11% aukningu nú og teljum að hér hafi Covid-19 mest að segja. Aukin viðvera á heimilum, hvort sem fólk er í heimavinnu eða sóttkví, kallar á mun meiri notkun. Erlendar rannsóknir styðja þetta. Metsala á heitum pottum gæti líka haft sitt að segja.  

Hitaveitukerfið er byggt til anna notkun og það er lifandi kerfi sem stækkar með aukinni þörf. Ekki er skynsamlegt að fjárfesta í of stóru kerfi og því byggjum við það upp í samræmi við spár um fólksfjölgun og byggingarmagn en enginn sá þessa skyndilegu aukningu fyrir sér.  

Hvernig getur verið heitavatnslaust þegar allar sundlaugarnar eru lokaðar?

Þó sundlaugar séu lokaðar almenningi hafa þær verið starfræktar fyrir skólasund og æfingar. Þeim mun þó verða lokað núna á meðan kuldakastið stendur yfir. 

Hvernig getur verið heitavatnslaust þegar hótel eru lokuð og engin ferðaþjónusta í gangi? 

Um 90% af notkun heita vatnsins fer til húshitunar. Þótt hótel séu lokuð þarf samt að halda á þeim hita. Notkunin hefur auðvitað minnkað töluvert en það vegur ekki upp á móti þeirri miklu aukningu sem orðið hefur íá notkun.

Af hverju er notkunin búin að aukast svona mikið milli ára?

Við höfum leitað skýringa og teljum að hér hafi Covid-19 mest að segja. Aukin viðvera á heimilum, hvort sem fólk er í heimavinnu eða sóttkví, kallar á mun meiri notkun. Erlendar rannsóknir styðja þetta. Metsala á heitum pottum gæti líka haft sitt að segja. 

Er ekki nýbúið að fara í framkvæmdir til að laga þetta, Suðuræðin og Bolholt?

Þær framkvæmdir voru til þess að mæta aukningu í notkun per íbúa síðastliðin ár sem ekki hafði skilað sér inn í spár um fólksfjölgun og byggingarmagn. 

Á ég að fara sjaldnar í sturtu?

Ekkert endilega, 90% af heita vatninu sem við notum er til húshitunar og því mun áhrifaríkara að draga úr notkun þar. Hvernig við höldum hita inni í húsinu og notum ofnana okkar. Sjá hollráð hér

Á ég að nota uppþvottavélina og þvottavélina sjaldnar?

Þessar vélar nota kalt vatn sem er hitað í vélunum sjálfum og hefur því ekki áhrif á notkun á heitu vatni. 

Er þetta að fara að vara lengi?

Fyrirséðer að ástandið vari fram yfir helgi eða á meðan kuldakastinu stendur.

Veitur tala um að það sé mikilvægt að stilla ofnakerfi. Sjá Veitur um að stilla ofnakerfið hjá mér?

Nei, við reynum að veita ráð eftir bestu getu en best er að hafa samband við pípulagningamenn til að yfirfara kerfið reglulega.

Munu snjallmælar geta hjálpað til að takast á við þetta?

Snjallmælar gefa fólki færi á að fylgjast betur með og stýra notkun sinni og nýta heita vatnið þannig betur. Að auki veita snjallmælar Veitum rauntímaupplýsingar um stöðuna á dreifikerfinu og auðvelda okkur að bregðast við og nýta þá auðlind sem heita vatnið er með enn ábyrgari hætti