
Hitaveitukerfið stóðst kuldakastið
08. December 2020 - 10:43
Nú þegar mesta kuldakast síðastliðinna ára er gengið yfir landið vilja Veitur þakka fyrir skilning og góð viðbrögð almennings og fyrirtækja við ábendingum um að spara heita vatnið á meðan á kuldunum stóð.
Betri nýting heita vatnsins skilar sér með ýmsum hætti; í hagkvæmari rekstri hitaveitunnar, í buddum viðskiptavina og ekki síst í enn ábyrgari notkun á þeirri dýrmætu auðlind sem jarðhitinn er.
Það er von Veitna að viðskiptavinir hafi áfram augun á mikilvægi þess að tapa ekki varma úr húsum sínum að óþörfu og séu með ofnakerfin stillt þannig að hámarksnýtingu varmans sé náð, alltaf.
Mynd frá Hveragerði. Ljósmyndari: Ægir Lúðvíksson.